Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 152
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
165
þjóðerni þegar Brödrene Braun er kallaður: „hinn brúni, danski vökvi“ (L
141). Hér kann lesandi að hugsa til þess með hvaða hætti áfengi og neysla
þess var talið til marks um stöðu Dana sem nýlenduherra en Íslendinga sem
undirsáta þeirra. Ef notast er við margþvælda líkingu mætti segja að Tommi
sé þræll fíknar sinnar, einn af brúnu bræðrunum í nýlendum Dana. „Hús-
bóndi“ Tomma er hins vegar ekki danskur útgerðarmaður eins og í tilfelli
Guðrúnar heldur íslenskur stórbóndi, sonur dannebrogsmannsins Sigurðar
í Nesi. Rétt eins og miðja valdsins færist frá kaupmannahöfn „suður“ til
Reykjavíkur þá tekur ný kynslóð við völdum í sveitinni og þar virðast flokk-
unarkerfi nýlenduhyggjunnar vera notuð til að raða fólki í virðingarstiga þar
sem tvinnast saman þættir eins og félagsleg staða, kynferði, fötlun og útlits-
eiginleikar.
IV
Rannsóknir fræðimanna, eins og Pascale Casanova, Deborah Cohn og Ho-
sam Aboul-Ela, á verkum höfunda sem unnið hafa úr arfleið Faulkners gefa
tilefni til að skoða þríleik Guðmundar Daníelssonar í samhengi við fortíð
Íslands sem nýlendu Dana. Hið margbrotna samfélag Suðurríkja Bandaríkj-
anna, sem Faulkner fjallaði um í verkum sínum, má einungis heimfæra upp
á Ísland að takmörkuðu leyti en Guðmundur vinnur úr áhrifum Faulkners
og afhjúpar hvernig mismunarbreytur eins og fötlun, kynþáttamörk, kyn-
ferði og stétt tvinnast saman og eru notaðar til aðgreiningar og stigskipunar
í íslensku samfélagi. Í Ljósi í ágúst er reynt að halda faðerni Joes Christmas
leyndu vegna þess að grunur leikur á að um æðar hans renni svart blóð. Í
Eldi hvílir líka leynd yfir því að Gísli í Gröf sé afkomandi dansks kaupmanns
en ástæða þess er sú að íslenskur héraðshöfðingi vill standa vörð um óbreytt
valdakerfi, óttinn er því ekki við útlendinginn heldur Guðrúnu, íslenska
konu af lágum stigum. Málleysi hennar og svört flétta virðast eiga stóran þátt
í kynferðislegu aðdráttarafli hennar, mögulega vegna þess að þessa þætti má
tengja staðalmyndum Suðrænna kvenna. Í Landinu handan landsins eru varir
vinnumannsins Tomma ótvírætt kynþáttamark sem notað er til að jaðarsetja
hann og undirstrika valdamisræmi milli hans og annarra íbúa á bænum. Bæði
þessi dæmi sýna að mínu viti andlegan skyldleika við verk Faulkners, hugvit-
samlega endursköpun á því arfbundna valdamisrétti sem býr í samfélagsgerð
Suðurríkjanna. Á sama tíma er íslensk yfirstétt tengd dönsku valdi, bæði með
tilvísun til sameiginlegs reynsluheims þar sem hugmyndir um suður, norður
og íbúa þess gegna lykilhlutverki en líka með hugtökum eins og „danne-