Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 142
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
155
varð tvítugur að aldri, Sögaard Nielsen sem káetudrengur á einu af
skipum Aust-indverska félagsins danska. (86)
Suðrið er ekki fastákvarðaður staður í textanum heldur kemur það manni
fyrir sjónir sem staðleysa. Samt sem áður teiknast upp í hugann heimsmynd
þar sem Danmörk hefur miðlæga stöðu en úti á jöðrunum eru hjá- og ný-
lendur hennar; Ísland, Grænland og Færeyjar í norðri en Dönsku vestur-
Indíur í suðri. Andspænis suðrinu eru Jóhannes og Nielsen samherjar, það
tengist reynsluheimi þeirra beggja og kemur suðrið þeim framandi en um
leið heillandi fyrir sjónir. Upprifjun þeirra á sameiginlegum minningum
kemur heim og saman við rannsóknir í eftirlendufræðum á viðhorfum Evr-
ópubúa til landsvæða eins og Asíu og Nýja heimsins því viðhorf þeirra til
annarra varpa ekki síður ljósi á þeirra eigin sjálfsmynd. kristín Loftsdóttir
hefur t.a.m. bent á það hvernig pistlahöfundar Skírnis á nítjándu öld og byrj-
un þeirrar tuttugustu samsömuðu sig Evrópumönnum í skrifum sínum um
Afríku í þeim tilgangi að styrkja eigin sjálfsmynd sem siðmenntaðra manna,
liður í því var að lýsa Afríkubúum sem ósiðuðum villimönnum.45 Nakta fólk-
ið sem Nielsen og Jóhannes sjá fyrir sér, dansandi á pálmaströnd, er annar-
legt, það er „hinir“ og staðfestir í krafti mismunar það sem þeir eru sjálfir,
„við“.46 En þrátt fyrir að Ísland sé uppspretta auðæfa Nielsens þá streitist
hann gegn því að festa þar rætur: „Það var eins og hann vildi ekki eiga hina
íslenzku jörð, sem hann hafði undir sínum dönsku fótum“ (E 76). Og þær
nútímalegu breytingar sem hann gerir á efnahagslífi og tæknimenningu
byggðarlagsins eru af þessum sökum aðeins yfirborðslegar eins og sést þegar
hann deyr og allt er flutt á brott: „bátarnir, veiðarfærin, aflinn, búslóðin og
jafnvel sjálft íbúðarhúsið“ (E 89). Eftir stendur ströndin „[a]uðari og nötur-
legri“ en hún hefur verið nokkru sinni fyrr: „ber eins og rænt og limlest lík
á eyðislóðum“ (E 89). Þegar kaupmannsins nýtur ekki lengur við hefur Jó-
hannes ekki aðeins misst fjárhagslegan bakhjarl sinn heldur líka þann sem
hann samsamaði sig með og grundvallaði sjálfsmynd sína á, hann er einn
„harmþrungnari en allir aðrir, sekari, iðrunarfyllri og eyðilagðari en nokkur
annar hinna afskekktu strandbúa norður við Íshafið“ (E 89). Þessa mynd af
Íslandi má tengja lífseigum hugmyndum um ímynd norðursins en eins og
sagnfræðingurinn Sumarliði Ísleifsson hefur benti á var norðrið gjarna álitið
45 karen Oslund, Iceland Imagined: Nature, Culture, and Storytelling in the North Atlantic,
bls. 9.
46 Sjá, kristín Loftsdóttir, „Bláir menn og eykonan Ísland: kynjamyndir karlmennsku
og Afríku á 19. öld”, bls. 42.