Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 214
Á MIS VIð MÁLöRVun
211
möguleika á að læra mál.45 Að lesa sögu hans er hins vegar eins og gægjast á
glugga í annarri veröld, þar sem fyrirbærið mál er ekki til – þar sem ekkert
er til nema það sem er hér og nú og það bara er.
Genie
Innan málvísinda er bandaríska stúlkan Genie án efa þekktust þeirra barna
sem fundist hafa eftir langa einangrun frá öðru fólki, en hún var höfð í litlu
herbergi frá því hún var 20 mánaða til 13 ára aldurs. Hún fór því á mis við
eðlilega málörvun og var svo gott sem mállaus. Af þeim sökum hefur mat á
árangri Genie verið talið mikilvægt framlag til þekkingarinnar á markaldri
máltöku. Var Genie, 13 ára og sjö mánaða, orðin of gömul til að tileinka sér
mál?46
Leiðir Susan Curtiss og Genie lágu saman í júní 1971, um sjö mánuðum
eftir að Genie slapp úr prísundinni.47 Í kjölfarið rannsakaði Curtiss mál-
þroska og máltökuferli Genie og þjálfaði hana í nokkur ár. Leiðir þeirra
skildi fyrir fullt og fast í janúar 1978.48 Curtiss skrifaði bók um Genie árið
1977 og fjallaði einnig víðar um árangurinn. Þrátt fyrir það er nokkuð snúið
að átta sig á máli Genie og framförum, bæði vegna þess að erfitt var að meta
getu hennar á sínum tíma49 og eins er fræðileg umfjöllun ekki alltaf svo skýr
sem æskilegt væri og talsvert misvísandi. Peter E. Jones dregur þetta ósam-
ræmi fram í beinskeyttri gagnrýni árið 1995 þar sem hann bendir á að skil
verði í túlkun Curtiss eftir 1977, svo skörp að sé máli Genie og færni rétt lýst
á fyrra skeiðinu séu ályktanir í síðari skrifum villandi eða jafnvel hreinlega
ósannar.50 undir þetta má að mörgu leyti taka, umskiptin eru umtalsverð.
45 Rannsóknir benda til að ekki séu bein tengsl milli greindar og málhæfileika. Þannig
geta greindarskert börn náð mjög góðu valdi á máli og börn með fulla greind að
öðru leyti haft skerta málhæfni, sjá Sigríði Sigurjónsdóttur, „Máltaka barna og
meðfæddur málhæfileiki“, bls. 117-119. Hins vegar eiga andlegur þroski og málið
það sameiginlegt að þurfa örvun í æsku og því er ekki ljóst hvaða möguleika til færni
á þessum sviðum Victor fékk í vöggugjöf.
46 Susan Curtiss, Genie: A Psycholinguistic Study of a Modern-Day “Wild Child”, new
York: Academic Press, 1977, bls. 12.
47 Sama rit, bls. 19.
48 Sjá Peter E. Jones, „Contradictions and unanswered questions in the Genie case: A
fresh look at the linguistic evidence“, Language and communication 15: 3/1995, bls.
261–280, hér bls. 262.
49 Sjá t.d. Susan Curtiss, Genie: A Psycholinguistic Study, bls. 47-49.
50 Sjá Peter E. Jones, „Contradictions and unanswered questions in the Genie case“,
bls. 278.