Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 99
SIGRÚN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
112
ast í kvikmynd Erlings.34 Bókmenntafræðingurinn Steven Bruhm hefur enn
fremur bent á að ýmislegt sem fram fer á Overlook hótelinu í skáldsögunni
The Shining eftir Stephen King megi lesa sem líkingu um það að koma út úr
skápnum.35 Eða eins og Watson umsjónarmaður hótelsins orðar það: „Það
eru hommarnir. Þeir verða frústreraðir svo þeir verða að skera sig lausa. Þeir
kalla þetta að koma út úr skápnum.“36
Skrímslin við skápinn
Í Rökkri er skápurinn reyndar galopinn, en það kemur í ljós snemma í mynd-
inni þegar dyrnar á bústaðnum ljúkast upp hvað eftir annað af engri sýnilegri
ástæðu og Einar segir, „hún lokast aldrei þessi fokking hurð“.37 Dyraglufuna
má líta á sem kankvíslegt vink í áttina til lokuðu skápanna og reimleika-
húsanna í bókmennta- og kvikmyndasögunni, enda höfundur greinilega
þaulkunnugur hefðinni.38 Kynhneigð sögupersónanna í Rökkri er því ekkert
leyndarmál en skápurinn er þó enn til staðar og við rifuna á milli hurðar og
stafs kunna ófreskjur — kynferðisafbrotamenn — að sitja og bíða færis.
Guðni Elísson segir í ítarlegri grein um gotneska heimssýn í DV að „[í]
kjarna hverrar gotneskrar sögu [megi] finna glæp sem rekja megi til óbeisl-
aðrar kynhvatar“.39 Óhugnanlegasta ódæðið í Rökkri er af líkum toga og það
sem er þungamiðja sögunnar af Torrance-fjölskyldunni í The Shining því
bæði Einar og Gunnar hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.40 Sá fyrrnefndi seg-
34 Einnig má nefna smásöguna „The Country House“ sem birtist í smásagnasafni eftir
Jameson Currier, The Haunted Heart and Other Tales (New York: Chelsea Station,
2009) sem dæmi um reimleikahúsasögu þar sem parið sem sagan hverfist um eru
samkynhneigðir karlar en kynhneigðin er ekki þungamiðja frásagnarinnar.
35 Til dæmis nefnir hann grímuball eigandans Horace Derwent og hinsegin félaga
hans á hótelinu. Sjá Steven Bruhm, „Picture This: Stephen King’s Queer Gothic“,
A New Companion to the Gothic, ritstj. David Punter, bls. 469–480, hér bls. 469. Að
auki má geta þess að margt bendir til að Jack Torrence sé sjálfur „inni í skápnum“
í skáldsögu Kings, The Shining. Þetta er auðvitað langt frá því að vera tæmandi
upptalning á hinseginþemum sem birtast í reimleikahúsasögum og -kvikmyndum.
36 Stephen King, The Shining, England: New English Library [mobi], 2001, bls. 30.
Tilvitnunin er þannig á ensku: „The hommasexshuls, thats who. They get frustrated
and have to cut loose. Comin out of the closet, they call it.“
37 Erlingur Óttar Thoroddsen, Rökkur.
38 Til gamans má geta þess að í fyrri hrollvekju leikstjórans, Child Eater, lúrir skrímsli
inni í skáp í barnaherbergi. Skrímslið hefur lokkað til sín börn í bandarískum smábæ
áratugum saman og étið úr þeim augun.
39 Guðni Elísson, „Dauðinn á forsíðunni“, hér bls. 111.
40 um þetta hefur Steven Bruhm t.d. skrifað, en í greininni „Picture This: Stephen