Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 249
SOFFÍa aUðUR BIRGISDóTTIR
246
hún meðal annars „neikvæðið, gróteskuna og hláturinn“.46 Þá hefur hún
einnig bent á að í íslenskum fornbókmenntum sé hlátur „líkamsmál“ sem
„fylgir oft því að konur niðurlægi karlhetjur, og hlátur kvenna eiga karlar
bágt með að þola“.47 Elísabet kemur auga á sömu möguleika hlátursins þegar
hún skrifar:
[...] ég uppgötvaði eitt og það var að stelpur eru stríðnispúkar, fliss-
andi og vilja fara yfir strikið, færa valdmörkin. En strákarnir eru
verðir og passa uppá þau. [...] Þannig eru stelpur, alltaf hlæjandi,
flissandi, organdi af hlátri. Og þannig sáldrast veggirnir niður. Sem
reistir hafa verið utan um ekkert.48
athyglisvert er einnig að Elísabet tengir hláturinn við fullnæginguna og er
þar á sömu nótum og franskir heimspekingar á borð við Roland Barthes49 og
Juliu Kristveu50 sem (undir áhrifum frá kenningum Bakhtins) hafa skrifað um
hláturinn sem hluta af fjölbreytilegu nautnalífi líkamans.51 Franska skáld- og
fræðikonan Hélène Cixous er sama sinnis og vill að við skoðum kynjamun
út frá gleðinni, líkamanum og kynnautninni (f. jouissance) fremur en byggja
á skilgreiningu á konunni sem skorti (e. lack).52 Eins og Dagný Kristjáns-
dóttir hefur skrifað um smíðar Cixous (og fleiri franskir femínistar) kenn-
ingar sínar út frá „reynslu kvenna, líkama kvenna, gleði og nautn, reynslu
með upphafi í tengslunum við móðurina í frumbernsku og vellíðunarlög-
46 Helga Kress, „Dæmd til að hrekjast. Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd
í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur“, Tímarit Máls og menningar, 49:
1/1988, bls. 55-93, hér bls. 89.
47 Helga Kress, Máttugar meyjar. Íslensk fornbókmenntasaga, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
1993, bls. 122.
48 Elísabet Kristín Jökulsdóttir, „Stelpur eru stríðnispúkar“, Knúz – femínískt vefrit, 13.
júní 2016, sótt 8. apríl 2019 af https://knuz.wordpress.com/2016/06/13/stelpurer-
ustridnispukar/.
49 Roland Barthes, The Pleasure of the Text, ensk þýðing Richard miller, new York: Hill
and Wang, 1975.
50 Julia Kristeva, About Chinese Women, ensk þýðing anita Barrows, london: marion
Boyars Publishers ltd., 1977.
51 Sjá einnig Jo anna Isaak, Feminism & Contemporary Art. The Revolutionary Power of
Women’s Laughter, bls. 15.
52 Hér er vísað í freudíska kenningu um þroska og kynmótun kvenna sem byggist á
því að konan sé vanaður karl, hana skorti reðurinn og þjáist af reðuröfund upp frá
því. Cixous vill að við skilgreiningu á því kvenlega sé tekið mið af því sem er fremur
en því sem skorti. Sjá Hélène Cixous & Catherine Clement, The Newly Born Woman,
ensk þýðing Betsy Wing, manchester: manchester University Press, 1986.