Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 298
„YFRIN TóL / FÚTÚR góL“
295
Schleifer vísar í orð Morris um neðanbarkarformgerðir en bætir við öðr-
um sem algirdas greimas lét falla 1970, þ.e. að ljóðlistin reyni að skapa
„merkingaráhrif frumópsins“ með blekkjandi táknun sem gefi í skyn að
dýpri merking leynist í sjálfum hljóðum málsins.23 Schleifer bendir á að ljóð-
listin höfði til allra taugalíffræðilegra uppsprettna tungumálsins og tengist
Tourette í því. Rétt eins og andlitsmálning Maóra-stríðsmanna skapi þau
áhrif að andlit þeirra verði merki um árás – en árásar-andlitstjáning sé algeng
meðal margra prímatategunda og eigi sér sýnilega rætur bæði í heilaberki og
svæðum neðan hans, ekki síst möndlunni – þannig skapi ljóðlistin áhrif radd-
merkja (e. vocal signaling) prímata sem virðast koma ósjálfrátt fram hjá þeim
sem hafa Tourette. Schleifer telur í sem stystu máli að hin mögnuðu tengsl
milli málvirkni og hreyfivirkni, milli merkingar og efnislegrar hliðar tján-
ingar, sem birtast í merkingarlausu rími, hrynjandi og fúkyrðum Tourettes,
staðfesti hversu djúpt í heilanum rætur ljóðlistarinnar séu.24
Þegar Schleifer ber saman Tourette og ljóðlist nýtir hann skáldverk, eins
og Motherless Brooklyn (1999 (Móðurlaus Brooklyn 2007)) jonathans Let-
hems25 en einnig skrif fræðimanna eins og taugafræðingsins Olivers Sacks
og hugfræðingsins Philips Liebermans sem gerir ráð fyrir að það séu römm
tengsl milli hreyfivirkni og tungumáls og færir rök að því að „skriðdýrsheil-
inn“ gegni ýmsu mikilvægu hlutverki öðru en því sem snúi að hreyfingum.26
Ég ætla ekki að staldra lengi við samanburð Schleifers – en sækja þó að end-
ingu fáeinar tilvitnanir til Sacks og Schleifers sem varpa frekara ljósi á efnið.
Í einni bóka Sacks segir skurðlæknirinn Carl Bennett, sem er með
Tourette, svo frá einkennum sínum:
[…] það er bara hljómur [sérstakra orða] sem heillar mig. Hvaða
skrýtinn hljómur sem er, hvaða skrýtið nafn sem er, byrjar að end-
urtaka sig og fær mig til að halda áfram.27
23 Ronald Schleifer, „The Poetics of Tourette Syndrome: Language, Neurobiology,
and Poetry“, bls. 563.
24 Sama rit, bls. 564.
25 jonathan Lethem, Motherless Brooklyn, New York: Doubleday, 1999. Sami, Móður-
laus Brooklyn, þýð. eiríkur Örn Norðdahl, Reykjavík: Bjartur, 2007.
26 Philip Lieberman, Human Language and Our Reptilian Brain. Benda má á ýmsa kafla
í bókinni en auk blaðsíðnanna sem vísað er til í nmgr. 16, má fá innsýn í meginatriði
með því að lesa „Introduction“, bls. 1–18.
27 Oliver Sacks, An Anthropologist on Mars: Seven Paradoxical Tales, New York: alfred a.
Knopf, 1995, bls. 88. Bennett segir á sínu máli: […] it is just the sound that attracts
me […] any odd sound, any odd name may start repeating itself and get me going.