Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 36
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
49
persónur skiptast raddirnar í sjálfinu á upplýsingum um reynslu sína en fyrir
vikið myndast flókið sjálf sem byggist upp á frásögnum.25
Samræðusjálfið er líkamsmótað en kjarni kenningarinnar um það felst í
því að það sé útvíkkað í tíma og rúmi og mótist af menningarlegum og fé
lagslegum áhrifum. Það myndi því vera misskilningur að hugsa sér sjálfið
sem kjarna og útvíkkun þess sem viðbót; þvert á móti er samræðusjálfið mót
að og myndað af útvíkkuninni.26 Samræðusjálfið er ólíkt einstaklingssjálfinu
vegna þess að það spannar margar ég–stöður sem er stjórnað af sömu mann
eskjunni. Ég–ið í einni stöðu getur verið sammála, ósammála, skilið, mis
skilið, andmælt, verið í mótsögn við, dregið í efa og jafnvel gert ég–ið í ann
arri stöðu að athlægi. Samræðusjálfið er þar með talið vera félagslegt, ekki
í þeirri merkingu að einstaklingar eigi í félagslegum samskiptum við annað
fólk heldur í þeirri merkingu að aðrir sinni stöðum í margradda sjálfinu.
Sjálfið er ekki aðeins „hér“ heldur líka „þar“ og vegna ímyndunaraflsins geta
manneskjur látið eins og þær séu aðrar. Þessu ber ekki að rugla saman við
að taka yfir hlutverk einhvers annars utan manneskjunnar, eins og skýringin
gæti gefið til kynna, heldur er átt við að ég–ið tekur að sér hlutverk ann
arrar persónu með því að taka sér aðra stöðu og getur fyrir vikið haft annað
sjónarhorn og aðrar skoðanir en ég í enn annarri stöðu. Samræður á milli
ólíkra staða innan sjálfsins láta uppi hvort ég–in eru sammála eða ekki.27
Í „samræðu–rými“ sjálfsins gefst nýjum röddum tækifæri til að verða til
og þróast meðal annars vegna breytinga á stöðu annarra radda.28 Í Dísusögu
má skilgreina persónurnar Dísu og Gríms sem tvær ólíkar raddir í sama
sjálfinu, það er í sjálfi sviðsettrar Vigdísar Grímsdóttur. Raddirnar tvær voru
ekki alltaf til heldur má rekja upphaf Gríms til þess þegar Dísu var nauðgað
eins og fyrr var minnst á:
Það var þá, þegar sársaukinn og dauðinn læstu klónum í mig og
Guð hvarf úr lífi mínu í eitt skipti fyrir öll, sem hún svarta, freka
25 Hubert J. Hermans o.fl., „The Dialogical Self: Beyond Individualism and
Rationalism“, bls. 29. Einhverjum kynni að detta í hug miklu eldra hugtak;
dramatísk einræða (e. dramatic monologue). Slíkar einræður eru einkennandi fyrir
verk á endurreisnartímanum en Hamlet Shakespeares er gott dæmi um það.
26 Hubert J. Hermans og Agnieszka HermansKonopka, Dialogical self theory, bls. 2 og
6.
27 Hubert J. Hermans o.fl., „The Dialogical Self: Beyond Individualism and
Rationalism“, bls. 29.
28 Hubert J. Hermans og Agnieszka HermansKonopka, Dialogical self theory, bls. 6.