Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 265
HJALTI HUGASOn
262
Ég veit ekki hvað er merkilegt ef ekki að hitta stúlku sem aðhyllist
lúterstrú, […]. Það hefur aldrei komið fyrir mig áður. […].
Lúter, sagði ég hikandi um leið og ég settist. Er hann ekki okkar?
Ég veit ekki, sagði maðurinn. Ég hef aðeins þekt einn mann sem las
Lúter, hann var sálfræðíngur og var að skrifa vísindarit um klám.27
Laxness leit því svo á að áhrif Lúthers hafi verið hverfandi á sögutíma Atóm-
stöðvarinnar og að þau litlu hafi ekki að öllu leyti verið jákvæð. Jafnframt felst
í tilvitnuninni að Lúther hafi ekki verið mikið lesinn hér á landi gegnum
tíðina og rit hans því ekki haft mikil bein áhrif. Það er þverstæðukennt m.t.t.
þess hve mikilvirkur höfundur Lúther var, hversu textar hans eru af ólíku
tagi og hve ríkur þáttur ritun og bókaútgáfa voru í siðbótinni. Þýðingar- og
útgáfusaga Lúthers hérlendis bendir til að þar hafi nóbelshöfundurinn þó
hitt naglann á höfuðið.28
Aldasöngs-syndrómið kemur nú til dags oft fram í almennri menningar-
umræðu. Þess verður þó líka enn vart í fræðilegra samhengi. Á siðbótarárinu
kom t.a.m. út viðamikið verk eftir Steinunni Kristjánsdóttur prófessor um
könnun hennar á nákvæmri staðsetningu íslensku klaustranna og sögu þeirra
en þau voru mikilvægar stofnanir í íslensku samfélagi á kaþólskum tíma. Í
umfjöllun um ritið í fjölmiðlum gætti Aldasöngs-syndrómsins oft með aug-
ljósum hætti m.a. af höfundarins hálfu sem og í umræðum um önnur rann-
sóknarefni þó með óbeinni hætti væri.29 Í ritinu sjálfu gætir viðhorfsins mun
síður. Þar er siðaskiptunum hér þó lýst sem samræmdum pólitískum að-
gerðum konungs og höfðingja til að brjóta kaþólsku kirkjuna á bak aftur. Þá
telur Steinunn að í siðaskiptunum hafi hvorki falist „afkristnun né siðbót“.30
27 Sama rit, bls. 20.
28 Gunnar Kristjánsson, „Marteinn Lúther og Íslendingar“, Lúther og íslenskt þjóðlíf:
Erindi flutt á ráðstefnu um Martein Lúther, er haldin var 4. nóvember 1983 í tilefni þess
að 500 ár voru liðin frá fæðingu hans, ritstj. Gunnar Kristjánsson o.a., Reykjavík: Skál-
holt, Hið íslenska Lúthersfélag, 1989, bls. 5–12, hér bls. 7–8. Gunnar Kristjánsson,
„Marteinn Lúther: Maður orðsins“, bls. 12, 14–15, 16–17, 19–22.
29 Sjá t.d. „Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga“, Fréttablaðið 25. júlí 2018,
bls. 2. Hér kemur Aldasöngs-syndrómið eins og algengt er fram í að enginn var-
nagli er sleginn um að beint orsakasamband sé á milli siðbótarinnar/siðaskiptanna
og þeirra fyrirbæra sem fjallað er um. Í þessu tilviki Stóridóms (um það efni sjá síðari
grein).
30 Bent skal á að í tilvitnuðum orðum kemur fram gildismat á siðaskiptunum. Í þeim
fólst vissulega ekki „afkristnun“ en heldur ekki nein „siðbót“. Gildisdómar eru órofa
hluti af Aldasöngs-syndróminu. Steinunn Kristjánsdóttir, Leitin að klaustrunum: