Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 150
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
163
„Guðrún“, sagði hann, „Runólfur Sveinsson er kominn hér til að
biðja þín. Hann vill giftast þér og gera þig að húsmóður í Gröf.
Hann er að vísu innbrotsþjófur og ræningi og mun eflaust mis-
þyrma þér og gera líf þitt að píslargöngu, en það er sama; mig
skortir dáð og hugrekki til að forða þér frá þessu. Það er glæpur
og ég játa hann á mig, og ég veit, að fyrir guði og fyrir þér mun ég
verða sekari fundinn heldur en þeir, sem á augljósari hátt kunna að
verða böðlar þínir á lífsleiðinni, því ef til vill vita þeir ekki, hvað
þeir gera, en það veit ég.“ (E 71)
Píslarganga Guðrúnar, mállausu stúlkunnar með löngu flétturnar svörtu
varð ekki löng því hún dó af barnsförum en segja má að sonur hennar hafi
tekið við krossinum og borið hann til grafar. Hörmunginni er þó ekki lokið
því mennirnir sem gerðu uppeldisföður Gísla að nauðgara og böðli skapa
honum sömu örlög. Þannig er hið liðna ekki liðið meðan samfélagið gerir
ekki upp við glæpi fortíðarinnar.
Í lokabindi þríleiksins, Landinu handan landsins, er að finna frásögn sem
kveðst á við sögu Guðrúnar. Í upphafi eru lesendur kynntir fyrir persónu
sem í fyrst í stað er eingöngu nefnd „húsbóndinn“ en stuttu síðar kemur í
ljós að hér er á ferðinni Hrólfur, bróðir séra Gylfa og sonur dannebrogs-
mannsins Sigurðar í Nesi. Hrólfur er staddur í svefnherbergi sínu og fylgist
út um glugga með fimmtán ára gömlum vinnumanni sínum Tomma Tuma
sem reynir að teyma brúnblesóttan fola að hestasteini sem stendur á hlaðinu.
Tommi notar orðið „húsbóndi“ þegar hann vísar til Hrólfs (L 5) en ungl-
ingnum er lýst þannig að hann hafi farið sér „hægt að öllu“, hann blístrar
danslag og þá er athyglin dregin sérstaklega að vörunum á honum: „Þykkar
varirnar á honum stóðu út í loftið eins og rauð kúla úttroðin af danslögum,
og hann slöngvaði þeim frá sér hverju á fætur öðru með takti og trillum.
Makalaust að geta annað eins með munninum, - næstum eins og hljóðfæri
væri í honum, hehe!“ (L 6). Síðasta athugasemdin minnir á lýsingu vinnu-
konunnar Guðrúnar „Mállausu stúlkunnar með löngu flétturnar svörtu“ að
því leyti að hún virðist endurómur af almannarómi. Í lýsingum á Tomma er
klifað á þessum atriðum, við hittum hann næst fyrir þar sem hann liggur á
maganum úti á túni og þá er athyglin enn og aftur dregin að vörunum: „Út
á milli rauðra sveppavaranna á honum lagði mórauður hnakkólarspotti, sem
hann var að tyggja“ (L 10). Tommi er sagður hafa dökkan hárdún á hökunni
og sömuleiðis eru augnabrúnir hans þétthærðar og dökkar. Það er hins vegar
ekki fyrr en síðar að litarhafti hans er lýst og þá eftir að hann hefur erfiðað