Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 174
„REnnUR BLóð EFTIR SLóð…“
171
slíkt því að fólk sem skaðaði sjálft sig fyrr á tímum var sjaldnast að flíka því.
Tölfræðilegar upplýsingar í dag miðast eingöngu við þá sjálfsskaðendur sem
gefa sig fram við heilbrigðiskerfið eða svara spurningakönnunum og enginn
veit hver raunverulegur fjöldi kann að vera.
Reglulega birta dagblöð í Bretlandi fréttir af vaxandi tíðni sjálfsskaða og
fréttir greina að fjöldi stúlkna sem lagðar eru inn á sjúkrahús vegna þessa
hafi tvöfaldast á tuttugu árum og fjöldi drengja hafi líka vaxið ógnvekjandi.4
Í Bandaríkjunum er talið að 1%-4% fullorðinna skaði sig oft og alvarlega,
u.þ.b. 15% unglinga og 17%-35% framhaldsskólanema leiti sér hjálpar
vegna þessa. Þetta eru milljónir manna.5 nærtækustu samanburðarlöndin
við Ísland eru þó norðurlöndin þar sem samfélag og heilbrigðiskerfi okkar
og þeirra eru sambærileg.
Í Danmörku sýna kannanir að 11% af Dönum milli 18-80 ára hafa minnst
einu sinni á ævinni skaðað sjálfa sig af ásetningi. Sé aldurshópurinn 18-25
ára skoðaður sérstaklega stígur hlutfallið upp í 32%. 22% af nemendum í
níunda bekk í landinu hafa reynslu af sjálfssköðum og mun fleiri stúlkur eru
í þeim hópi en strákum fjölgar. Þessar tölur eru enn hærri frá Svíþjóð, 35,6%
ungmenna í aldurshópnum 15-17 skaða sig viljandi.6
Tölurnar hér að ofan frá Videnscenter om spiseforstyrrelser og selvskade í
Danmörku eru fjögurra ára gamlar og ástandið hefur síst batnað ef marka
má fréttaflutning þar í landi.7 Það er því ekki furða þó að oft sé talað um
sjálfsskaða sem „farsótt“ í þessu sambandi þó að sjálfsskaðar séu ekki viður-
kenndir sem sjúkdómur, hvorki í Danmörku né á Íslandi. Það getur kallað á
skráningar- og flokkunarvanda í heilbrigðiskerfinu sem auðveldar ekki yfir-
sýn yfir sjúkdóminn.
Samkvæmt skýrslu Embættis landlæknis sem nefnist Sjálfsvígshugsanir og
4 Badshah nadeem, „Hospital admissions for teenage girls who selfharm nearly do-
uble“, The Guardian, 6. ágúst 2018, sótt 4. apríl 2019 af https://www.theguardian.
com/society/2018/aug/06/hospital-admissions-for-teenage-girls-who-self-harm-
nearly-double.
5 Patrick L. Kerr, Jennifer J. Muehlenkamp, James M. Turner, „nonsuicidal Self-
Injury. A Review of Current Research for Family Medicine and Primary Care
Physicians“, The Journal of the American Board of Family Medicine, 23: 2/mars
2010, bls. 240-259, hér bls. 240-241, sótt 4. apríl 2019 af https://doi.org/10.3122/
jabfm.2010.02.090110.
6 Bo Møhl og Lotte Rubæk, „Selvskade – smertens paradoks. Innledning“, Psyke &
Logos, 37/2016, bls. 5-14, hér bls. 7.
7 „Små børn skærer i sig selv“, TV ØstJylland, 14. ágúst 2017, sótt 5. apríl 2019 af
http://nyheder.tv2.dk/lokalt/2017-08-14-smaa-boern-skaerer-i-sig-selv-oplever-
selvskade-blandt-syvaarige.