Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 140
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
153
myndar þeirra forsenda fyrir skilningi þeirra á sjálfum sér og öðrum.41 Ein
af þessum mærum eru á norðurhjara (e. North Atlantic), svæði sem Oslund
lýsir sem útgarði (e. frontier) á jaðri Evrópu. Útgarðar á norðurhjara voru
álitnir framandlegar óbyggðir af vestur evrópskum ferðalöngum sem fyrstir
lögðu leið sína þangað og þeir lýstu náttúrunni sem hættulegri og íbúunum
sem óútreiknanlegum. Í bók sinni rekur Oslund hvernig þessi ímynd breytt-
ist smám saman uns náttúra Íslands taldist fögur og viðráðanleg og íbú-
arnir einfaldir í háttum en dyggðugir. Samhliða því sem ímyndin breyttist
tóku samfélögin á norðurhjara skref í átt til nútímans í menningarlegu, um-
hverfislegu og tæknilegu tilliti. Þrátt fyrir framandlega ímynd norðursins
telur Oslund að alltaf hafi gætt nokkurrar óvissu um það hvernig skyldi skil-
greina svæðið út frá hinum „siðmenntaða heimi“.42 Ástæðan fyrir þessu var
sú að landsvæðið var lítið og í raun ekki svo fjarri meginlandi Evrópu, íbúar
Færeyja og Íslands voru ekki heldur frábrugðnir vesturlandabúum í útliti
og þeir aðhylltust í flestum tilvikum sömu trúarbrögð. Af þessum sökum
einkenndist sýn vestur-Evrópubúa á norðrið ekki af eins skýrum andstæðu-
pörum og þegar þeir horfðu til Suður- eða Austurlanda. Þannig voru hugtök
eins og „við“ og „hin“, „heima“ og „að heiman“ fljótandi. Önnur atriði voru
notuð til að greina afbrigði frá evrópskum stöðlum, t.d. landslag og náttúra,
tækni og efnismenning, tungumál og bókmenntir. Þessi atriði nýttust hins
vegar ekki einungis evrópskum ferðalöngum á Norðurslóðum heldur voru
þau líka notuð af heimamönnum til að skilgreina sig, þó fullyrða megi að
báðir hópar hafi haft sinn skilning á í hverju mismunurinn var fólginn. 43 Leit
41 karen Oslund, Iceland Imagined: Nature, Culture, and Storytelling in the North Atlantic,
Seattle og London: University of Washington Press, 2011, bls. 7.
42 Sama heimild, bls. 9-10.
43 Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur fjallar um ytri ímyndir Grænlands, Íslands og
þjóðanna sem byggja þessar tvær eyjar í bók sem byggir á doktorsritgerð hans Tvær
eyjar á jaðrinum: Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðöldum til 19. aldar. Þó að sýn
Íslendinga á eigin sjálfsmynd sé ekki sett á oddinn þá kemur hún víða við sögu til
dæmis í kaflanum „Hin siðmenntaða eyja - Fyrirmyndareyjan - Andsvör Íslendinga“,
bls. 100-107. Sumarliði ræðir sköpun sjálfsmyndar og þau andstæðupör sem liggja
henni til grundvallar rækilega í inngangskafla sem ber heitið: „Imaginations of
National Identity and the North“, og birtist í bókinni: Iceland and Images of the
North, ritstj. Sumarliði R. Ísleifsson, ásamt Daniel Chartier, Québec: Presses de
l’Université du Québec, 2011, bls. 3-22. Þar er til umræðu þversagnakennd staða
Íslands, í senn á jaðri og miðju sem líka er miðlæg í bókarkafla Ann-Sofie Nielsen
Gremaud „Iceland as Centre and Periphery: Postcolonial and Crypto-colonial
Perspectives“, The Postcolonial North Atlantic: Iceland, Greenland and the Faroe Islands,
ritstj. Lill-Ann körber og Ebbe volquardsen, Berlin: Nordeuropa-Institut der
Humboldt-Universität, 2014, bls. 83-104. Þjóðfræðingarnir katla kjartansdóttir