Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 104
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
117
fyrir nauðgun virðast tregir til að tilkynna lögreglunni um hana og þeir fáu
sem það gera segjast hafa fundið fyrir fordómum, sem birtist í áhugaleysi
og hómófóbíu.50 Líkt og Einar og Gunnar, eru samkynhneigðir karlar sem
verða fyrir nauðgun líklegri til að bera harm sinn í hljóði.51 Sem tákn um
þöggunina segir Gunnar: „ég bara hafði enga rödd“ þegar hann reynir að út-
skýra hvers vegna hann flúði ekki aðstæðurnar og Einar þegir um böðul sinn
með því að segja: „þetta var enginn“ [skál. mín]. Sá sem nefndur er „enginn“
reynist vera gamall bóndi í sveitinni. Honum er lýst á svofelldan hátt:
Hann giftist aldrei, hann Grétar. Maður heyrir svona af og til sögur
af karlinum og ungum vinnumönnum sem komu til hans í vist sem
hafa kannski farið fyrr heim en þeir ætluðu. Þeir segja allir að kall-
inn hafi verið svolítið þreifinn.52
Tilvitnunin lýsir ákveðnu sinnuleysi í litla samfélaginu, þar sem „allir“ vita
að Grétar beitir unga menn ofbeldi en bregðast ekki við nema með pískri.
Hann getur þó ekki dulist, því að sveitungunum er ljóst að hann er varasam-
ur; fólk veit hvar perrinn á heima, hvað hann heitir og hvað hann er gamall.
Í sveitinni getur hann ekki þóst vera tíu árum yngri og töluvert léttari, eins
og maðurinn sem svívirti Gunnar. Það getur hann hins vegar gert á netinu
sem segja má að liggi handan landamæra hins lífræna, en bóndinn og Einar
kynnast á Grindr eða sambærilegum samfélagsmiðli. Ákveðið aðlöðunarferli
(e. grooming) fer í gang bæði hjá Grétari og manninum sem Gunnar kynntist
á IRC-inu. Þeir undirbúa fórnarlömbin með því að blekkja þau og í tilfelli
Gunnars, vinna traust. Þetta gerir Overlook hótelið í The Shining einnig,
það krækir til dæmis í Jack með því að „treysta“ honum fyrir leyndarmálum
þegar það leitar sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Sjá: „Skýrsla starfshóps sem á
að finna leiðir til að sporna gegn heimilisofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir“,
Reykjavík: Mannréttindaskrifstofa, 2018, sótt 19. maí 2019 af https://reykjavik.is/
sites/default/files/skyrsla_um_heimilisofbeldi_sem_hinsegin_folk_verdur_fyrir.pdf.
50 Aliraza Javaid, „In the Shadows: Making sense of gay male rape victims’ silence,
suffering and invisibility“, bls. 7.
51 Helgi Ómarsson orðar þetta svo í pistli sem birtist á Vísir.is um „gay kúltúr“
í tengslum við #Metoo bylgjuna á Íslandi þar sem hann vildi vekja athygli á
kynferðisofbeldi meðal samkynhneigðra karla sem hann telur að hafi verið þaggað
niður eða normalíserað. Hann segir: „ég er karlmaður, en ég get ekki talið hversu
oft ég hef verið áreittur af karlmanni […] ég hélt þetta væri bara partur af því að vera
samkynhneigður. Eins heimskulegt og það hljómar.“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir, „Fleiri
en gagnkynhneigðir menn sem ættu að taka MeToo herferðina til sín“, Vísir.is, 14.
febrúar 2018, sótt 4. apríl 2019 af https://www.visir.is/g/2018180219430.
52 Rökkur, leikstj. Erlingur Óttar Thoroddsen.