Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 50
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
63
Áhrif þess að athugasemdirnar, sem skráðar eru í „samviskubitsbók nið
urrifsins“, eru reglulega rifjaðar upp verða til þess að þeim svipar til ólíkra
radda í samræðusjálfi. Athugasemdirnar enduróma m.ö.o. í kolli einstak
lingsins og hafa neikvæð áhrif á líðan hans og sjálfsálit. Því geta þær, eins og í
tilviki Gríms, nært samviskubitið. Með því að nefna sérstaklega samviskubit
Gríms og rifja upp ákveðnar aðstæður og viss samskipti sem hafa eflt það og
gert að kvöl, á Dísa sinn þátt í að halda lífi í vanlíðuninni sem fylgir þeim.
Dísu verður tíðrætt um sektarkenndina sem Gríms hefur vegna barna
sinna.53 Til dæmis dregur hún upp mynd af samræðum Gríms og dóttur
hennar/þeirra þar sem hún bendir á að Gríms eigi þátt í að viðhalda sam
viskubitinu og rækta það með því að spyrja dóttur sína leiðandi neikvæðrar
spurningar: „Var dagurinn erfiður hjá þér í dag, elskan“? (147) Sömuleiðis
að Gríms hafi reynt „allt sem í hennar valdi stæði til að þvinga fáeinar erfið
leikans kvartanir upp úr elskulegri dótturinni“ (148), til að geta kennt sjálfri
sér um, í stað þess að freista þess að fá jákvæðari svör með því að spyrja „Var
ekki gaman hjá þér í dag, elskan“? (147) – eins og Dísa hefur lagt til.
Af skrifum Dísu er ljóst að samviskubit Gríms er nátengt þunglyndi sem
hrjáir hana. Það má ekki aðeins ráða af því að Gríms sækist í að heyra nei
kvæð svör og kvartanir frá dóttur sinni heldur líka að hún kýs að leggjast í
rúmið þegar hún hugsar um heiminn og allt það slæma sem í honum finnst
eins og misskiptingu valds og auðs, ofbeldi, hryðjuverk, mannréttindabrot
og nauðganir.54 Gagnvart vandamálum heimsins finnur hún fyrir vanmætti
sínum, hún sjálf hefur það gott en getur lítið sem ekkert gert til að hjálpa
öllum hinum sem brotið er á. Hún finnur með öðrum orðum til samlíðun
arálags (e. empathic distress) en það er líðan sem getur verið afleiðing samlíð
unar og valdið því að einstaklingur yfirtekur neikvæðar tilfinningar og gerir
að sínum. Afleiðingarnar geta meðal annars falist í kvíða og álagi sem kunna
að hafa þau áhrif að einstaklingur verður félagslega óvirkur og ófær um að
hjálpa þeim sem þess þurfa.55
Dísa greinir frá því að ólíkt Gríms hafi hún „aldrei séð ástæðu til að vera
með samviskubit yfir einu né neinu“ (154) því hún hafi „svo sjaldan fengið
tækifæri til að gera það sem [hana] […] langar til að gera og standa fyrir
53 Í lýsingu Dísu má meðal annars finna upptalningu á ýmsum atriðum sem Gríms
hefur áhyggjur af varðandi líðan barna sinna. Vigdís Grímsdóttir, Dísusaga, bls.
146–147.
54 Sama heimild, bls. 151.
55 Tania Singer og Olga M. Klimecki, „Empathy and compassion“, Current Biology 24:
18/2014, bls. R875–R878, hér bls. R875.