Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 210
Á MIS VIð MÁLöRVun
207
sinna var hann eins og dýr.26 Hann var kallaður villimaðurinn frá Aveyron,
„Sauvage de l’Aveyron“,27 en fékk síðar einnig nafnið Victor.
Victor kom eins og himnasending inn í umræðu þessa tíma um eðli
mannsins. Svo ólíkir fræðimenn sem franski heimspekingurinn Rousseau
og sænski náttúrufræðingurinn Carl von Linné höfðu einmitt velt fyrir sér,
hvor á sinn hátt, hvernig maðurinn væri gerður af náttúrunnar hendi, hvern-
ig hinn villti maður væri. Linné gerði meira að segja ráð fyrir honum, Homo
ferus, í flokkunarkerfi sínu. Og þarna var hann lifandi kominn!28
Fyrsta árið var Victor rannsakaður af ýmsum sérfræðingum og var nátt-
úrufræðingur og heimamaður í Aveyron fyrstur á vettvang. Victor var fluttur
til Parísar um mitt ár 1800 og var meðal annars rannsakaður af Philippe
Pinel, sem sérhæfði sig í geðrænum sjúkdómum og Roch-Ambroise Sicard,
yfirmanni og kennara við stofnun fyrir heyrnarlausa. Báðir voru þeir með-
limir í mannvísindafélaginu Société des Observateurs de l’homme, en sem nærri
má geta var Victor hvalreki fyrir slíkan félagsskap.29
Til stóð að Sicard tæki Victor upp á sína arma og gerði – svona eftir á
að hyggja – kraftaverk, drægi fram mennskuna og lagaði hann að samfélag-
inu.30 Sá draumur varð ekki að veruleika. Bæði Sicard og Pinel komust að þeirri
niðurstöðu að ástand drengsins væri afleiðing af meðfæddri þroskaskerðingu,
hann væri fáviti eins og það hét í þá daga (fr. idiot).31
ungur læknir, sem eins og Sicard vann við kennslu heyrnarlausra, Jean-
26 Jean Itard, Mémoire et Rapport sur Victor de l’Aveyron, bls. 13; Lucien Malson, Wolf
Children and the Problem of Human Nature, bls. 98.
27 Jean Itard, Mémoire et Rapport sur Victor de l’Aveyron, bls. 12.
28 Sjá nancy Yousef, „The Wild Child and Rousseau’s Man of nature“, Journal of
the History of Ideas 62: 2/2001, bls. 245–263, hér bls. 246-247; einnig Jean Jacques
Rousseau, A Discourse Upon The Origin And The Foundation Of The Inequality Among
Mankind, Project Gutenberg, 2004. [Vefbók frá Gutenberg, bein slóð: http://www.
gutenberg.org/cache/epub/11136/pg11136-images.html. Sótt 24. maí 2019.] Julia
Douthwaite, „Homo ferus: Between Monster and Model“, Eighteenth Century Life
20/1997, bls. 176–202.
29 Sjá Harlan Lane, The Wild Boy of Aveyron; Roger Shattuck, The Forbidden Experiment:
The Story of the Wild Boy of Aveyron, new York: Kodansha America, 1994; nancy
Yousef, „The Wild Child and Rousseau’s Man of nature“; Lucien Malson, Wolf
Children and the Problem of Human Nature.
30 Roger Shattuck, The Forbidden Experiment, bls. 29.
31 Lucien Malson, Wolf Children and the Problem of Human Nature, bls. 72; Jean Itard,
Mémoire et Rapport sur Victor de l’Aveyron, bls. 12–13; Roger Shattuck, The Forbidden
Experiment, bls. 32–35.