Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 130
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
143
skáldverkum Faulkners meðan honum entist aldur til.22 Trúlega vegna þess
að hann gerði sér grein fyrir því að hann var meðal fyrstu skáldsagnahöfunda
Evrópu til að tileinka sér frásagnartækni Faulkners og byggja á henni við
sköpun eigin skáldverks.
Sama ár og bók Casanova kom út, á frummálinu frönsku, sendi Deborah
Cohn frá sér bókina History and Memory in the Two Souths. Þar er líka fjallað
um þýðingu Faulkners fyrir höfunda Rómönsku Ameríku og lögð áhersla á
að tengsl séu á milli forms skáldverkanna og þess félagslega veruleika sem
þau endurspegla.23 Hún lýsir þeim margháttuðu áhrifum sem ósigur Suður-
ríkjanna í bandaríska borgarastríðinu hafði á sjálfsmynd og sálarlíf íbúanna,
efnahag svæðisins og pólitíska stöðu þess innan Bandaríkjanna. Þegar höf-
undar Rómönsku Ameríku komust í kynni við verk Faulkners á fjórða ára-
tugnum fangaði hann ímyndunarafl þeirra vegna þess að þeir upplifðu að-
stæður í Suðurríkjunum sem hliðstæður við klafa nýlendutímans. Þegar
Cohn beinir sjónum að höfundum Rómönsku Ameríku hafnar hún því að
um einhliða áhrif Faulkners sé að ræða, rétt eins og Casanova, og leggur
þess í stað til að litið sé á Suðurríkin og Rómönsku Ameríku sem landssvæði
eða rými með áþekka eiginleika.24 Sá fræðilegi rammi sem Cohn skilgreindi
í bókinni er einnig lagður til grundvallar í ritgerðarsafninu Look Away: The
U.S. South in New World Studies, sem hún ritstýrði ásamt Jon Smith árið
2005. Þar má finna sérstakan kafla um Faulkner með ritgerðum eftir sex
ólíka fræðimenn sem nýta m.a. kenningar nýlendu- og eftirlendufræða.25
Eins og Cohn staðsetur Hosam Aboul-Ela sínar rannsóknir innan kenn-
þríleiksins Landið handan landsins og hefði verið forvitnilegt að sjá Jón Yngva
gera nánari grein fyrir þessu einkenni á skáldsap Guðmundar. Sjá, Jón Yngvi
Jóhannsson, „Lausamálsbókmenntir á fjórða áratugnum“, Íslensk bókmenntasaga,
ritstj. Guðmundur Andri Thorsson, Reykjavík: Mál og menning, 2006, bls. 224-
304. Tímabilaskipting Íslenskrar bókmenntasögu Iv kann að ráða því að þríleikurinn
lendir milli skips og bryggju því umfjöllun um lausamálsbókmenntir er haldið áfram
í kafla sem nefnist „Árin eftir seinna stríð“. Þar fjallar Dagný kristjánsdóttir m.a.
um sögulegar skáldsögur Guðmundar frá sjötta og sjöunda áratugnum. Sjá, Dagný
kristjánsdóttir, „Árin eftir seinna stríð“, Íslensk bókmenntasaga Iv, bls. 419-661, hér
bls. 501-502 og 507-508.
22 Guðmundur Daníelsson, „Guðmundur Gíslason Hagalín“, Sérhefti: Guðmundur
Gíslason Hagalín, Morgunblaðið 9. mars 1985, bls. B2.
23 Deborah N. Cohn, History and Memory in the Two Souths: Recent Southern and Spanish
American Fiction, Nashville and London: vanderbilt University Press, 1999, bls. 1-2.
24 Sama heimild, bls. 4-7.
25 Look Away: The U.S. South in New World Studies, Durham og London: Duke
University Press, 2004.