Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 262
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
259
mögulegt sé að tala um slík áhrif því lengra sem leið frá siðbótartímanum og
því fleiri áhrifavalda sem ber í milli siðbótarinnar og þeirra breytinga sem til
athugunar eru. Slíkt eykur óhjákvæmilega óvissu og torveldar mat á hvað líta
megi á sem áhrif Lúthers og/eða siðbótarinnar og hvað ekki. Þær sérstöku
aðstæður sem ríktu í íslenska samfélaginu valda þó að ýmsar breytingar áttu
erfitt uppdráttar sem gengu hraðar fyrir sig í þéttbýlum samfélögum sem
auk þess voru í fjölþættu breytingaferli á árnýöld. náðu þær því ekki fram
að ganga fyrr en löngu eftir að siðaskiptatímanum lauk. Má í þeim tilvikum
ræða um síðbúin eða tafin lúthersk áhrif. Á þetta t.d. við um þróun mála á
sviði alþýðufræðslu (sjá síðari grein).
Í tengslum við viðfangsefni þessarar greinar er nauðsynlegt að huga
sérstaklega að hvernig líta beri á áhrif píetismans gagnvart siðbótaráhrif-
unum. Píetisminn var vakningar- og umbótahreyfing sem hófst í lúthersku
kirkjunni í Þýskalandi á síðari hluta 17. aldar en hafði jafnframt sterka sam-
kirkjulega slagsíðu einkum í átt að reformertu eða kalvínsku kirkjunni.12 Í
stjórnartíð Friðriks IV. (1699–1730) tók stefnan að hafa áhrif í danska ríkinu
og varð í þeirri útgáfu sem kennd er við þýsku borgina Halle að ríkjandi
stefnu í tíð Kristjáns VI. (1730–1746). Þetta var stofnunarleg og íhaldssöm
grein stefnunnar.13 Píetisminn var á þessum tíma opinber hugmyndagrunn-
ur hins danska játningarbundna ríkis (e. confessional state) og öðlaðist þar
með sterkari stöðu til áhrifa en jafnvel siðbótarguðfræðin hafði notið sökum
þess að á 16. öld hafði miðstýrt einvaldsríki enn ekki komist á. Álitamál er
hve útbreidd áhrif stefnunnar voru hér á landi.14 Hún lá þó til grundvallar
víðtækri lagasetningu fyrir Ísland sem ráðist var í um miðbik 18. aldar í kjöl-
far gagngerrar könnunar á íslenskum kirkjumálum sem konungur fól Lud-
vig Harboe (1709–1783) síðar Sjálandsbiskupi að framkvæma hér á árunum
1741–1745.15 En í framhaldinu urðu hér margháttaðar breytingar jafnvel í
menningar- og samfélagslegum efnum. Að ýmsu leyti má líta á píetismann
Ritið 2/2016, bls. 77–105, hér bls. 86–98.
12 Sven Göransson, Från påvens gudsstat till religionsfriheten, Torben Christiansen og
Sven Göransson, Kyrkohistoria 2, Stokkhólmi: Svenska Bokförlaget, 1969, bls.
342–354. Carsten Bach-nielsen, „1500–1800“, bls. 283–295.
13 Carsten Bach-nielsen, „1500–1800“, bls. 285–295, 304–311. Martin Schwarz Laus-
ten, Danmarks kirkehistorie, Kaupmannahöfn: Gyldendal, 1983, bls. 169–186.
14 Í skrifum Torfa K. Stefánssonar Hjaltalín gætir nokkurs endurmats í þessu efni og
telur hann áhrif stefnunnar meiri hér en almennt hefur verið gert. Sjá Torfi K. Stef-
ánsson Hjaltalín, Íslensk kirkjusaga, Reykjavík: Flateyjarútgáfan, 2012, bls. 178–182.
15 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á Íslandi III, ritstj. Hjalti
Hugason, Reykjavík: Alþingi, 2000, bls. 309–319.