Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 296
„YFRIN TóL / FÚTÚR góL“
293
ræktarhugmyndum sem uppi voru – og kenningar Freuds um bernsku og
kynhvöt.14
Menn vita enn ekki með vissu hverjar líffræðilegar orsakir Tourettes eru
en á síðustu áratugum hafa verið gerðar rannsóknir sem benda til að upp-
runa ýmissa kækja sem því fylgja, t.d. hljóð- og orðakækja, sem hér skal beint
sjónum að, megi rekja til röskunar í heilabotnskjörnum/djúphnoðum (e. ba-
sal ganglia) – og þar með í skriðdýrsheilanum (e. reptilian brain) sem Paul
MacLean kallaði svo15– eða á tengslum heilabarkar, botnkjarna og stúku,
sem stjórna flóknu atferli.16 Og það er ansi skemmtilegt þegar hugsað er til
14 Sbr. Howard I. Kushner, „a brief history of Tourette syndrome“, bls. 76. Sjá einn-
ig Henri Meige og eugéne Feindel, Les tics et leur traitement, Paris: Masson et Cie,
1902.
15 Sjá Paul MacLean, „a triune concept of the brain and behavior“, ritstj. T. j. Boag
& D. Campbell, The Clarence M. Hincks memorial lectures, 1969, Toronto: University
of Toronto Press, 1973, bls. 4–66. Sumir amast við orðinu skriðdýrsheili, af því að
MacLean taldi að heilinn væri þróunarsögulega þrískiptur og nefndi einn hlutann
skriðdýrsheila – hina kallaði hann gamla og nýja spendýrsheilann – en taugavísinda-
menn samtímans hafa nú flestir hafnað þeirri skiptingu, sjá t.d. Lennart Heimer o.fl.
Anatomy of Neuropsychiatry: The New Anatomy of the Basal Forebrain and Its Implica-
tions for Neuropsychiatric Illness. academic Press, amsterdam og víðar: elsevier, 2007,
bls. 15–19 (t.d.). aðrir, þ.á m. taugalæknar (jaak Panksepp, sbr. Christian Montag
og jaak Panksepp, „Primary emotional systems and personality: an evolutionary
perspective“, Frontiers in psychology 8/2017, bls. 1 – 15), hafa þó notað hugtakið
óspart allt fram á síðustu ár enda vinna menn með ýmsar hugmyndir MacLeans,
aðrar en þrískiptinguna. Sjálfri finnst mér orðið skriðdýrsheili kímileg áminning um
að maðurinn kann að eiga sitthvað sameiginlegt með dýrategundum sem hann sam-
samar sig sjaldnast. Hér er það þó einkum nefnt af því að Ronald Schleifer, sem
rætt verður frekar um hér á eftir, nefnir orðið í bók sinni Intangible Materialism: The
Body, Scientific Knowledge, and the Power of Language, Minneapolis og London: Uni-
versity of Minnesota Press, 2009, bls. 71. Hann vísar þá til bókar hugfræðingsins
Philips Liebermans, Human Language and Our Reptilian Brain: The Subcortical Bases
of Speech, Syntax, and Thought, Cambridge Ma og London: Harvard University
Press, 2000, en Lieberman er ekki síst að andmæla kenningum málkunnáttufræða
um tungumál. Um röskun á svæðum neðan heilabarkar, sjá Colin Martindale, „Syn-
tactic and semantic correlates of verbal tics in gilles de la Tourette’s syndrome: a
quantitative case study“, Brain and Language 4/1977, bls. 231–247, hér bls. 244, og
Diana Van Lancker og jeffrey L. Cummings, „expletives: Neurolinguistic and neu-
robehavioral perspectives on swearing“, Brain Research Reviews 1/1999, bls. 83–104,
hér bls. 96 og 97 (t.d.).
16 Um tengsl heilabarkar, botnkjarna og stúku, sjá Harvey S. Singer, Constance Smith-
Hicks og David Lieberman, „Tourette Syndrome“, bls. 431–440, hér bls. 434 og
Zhishun Wang, o.fl., „The Neural Circuits that generate Tics in Tourette’s Syn-
drome“, American Journal of Psychiatry 12/2011, bls. 1326–1337, hér bls. 1326 og
1333–1336.