Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 31
GUðRÚn STEInÞóRSDóTTIR
44
húsinu. Ári síðar, 1993, var sagan þýdd á dönsku en haustið eftir var settur
upp einþáttungur í Kaupmannahöfn, byggður á henni, og seinna víðar á
norðurlöndum. Sagan var auk þess kennd víða í framhaldsskólum í mörg ár.
En þrátt fyrir þessar jákvæðu viðtökur féll bókin ekki í kramið hjá öllum
því ákveðinn hópur innan samfélagsins átti bágt með að þola eldfimt efni
hennar. Vigdís hefur sjálf greint frá því að hún hafi mátt þola árásir af ýmsu
tagi vegna sögunnar.8 Til dæmis var bíllinn hennar eyðilagður eina nóttina
þegar hellt var yfir vélina málningu, henni voru sendir haturspóstar, „sumir
innihéldu texta úr orðum klipptum úr dagblöðum sem límd höfðu verið
saman. önnur bréf voru með klámmyndum sem búið var að fróa sér yfir
og Vigdísi bárust jafnvel líflátshótanir.“9 Á þessum tíma var Vigdís einstæð
tveggja barna móðir en árásirnar höfðu þau áhrif að fjölskyldan varð hrædd
og þorði vart út fyrir hússins dyr. Vegna stöðugs áreitis við húsið sá Vigdís
sig knúna til að taka nafn sitt af dyrabjöllunni.10 Þegar leikritið um Ísbjörgu
var sett á svið hófust sendingarnar aftur. Í von um að hægt væri að finna
sökudólgana og sækja þá til saka safnaði Vigdís póstunum og færði lögreglu,
en verkefnið var henni ofviða. Vegna hvatninga frá vinkonum ákvað hún því
að eyða öllum póstum sem henni bárust.11 Þessi ofsafengnu viðbrögð les
enda eru athyglisverð einkum með tilliti til þess hve miklar breytingar voru
að verða á viðhorfi til kynferðisafbrota í samfélaginu á þessum tíma en eins
og Vigdís sagði sjálf í viðtali um Ísbjörgu rúmlega tveimur áratugum síðar:
„Þetta þýddi það að bókin hreyfði við fólki og hafði lífsmark. Það er alltaf
gott þegar manni tekst að vekja upp tilfinningar og fá fólk til að hugsa.“12
Tæpum aldarfjórðungi eftir að Ég heiti Ísbjörg. Ég er ljón kom út, árið
2013, sendi Vigdís frá sér bókina Dísusaga: Konan með gulu töskuna. Þegar
hún kom út var samfélagið orðið enn opnara en áður og málefni eins og
kynferðislegt ofbeldi ekki lengur tabú en til marks um það má nefna að árið
2013 bárust lögreglu 735 tilkynningar um kynferðisafbrot eða fleiri tilkynn
8 Sjá t.d. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, „Sá sig í fyrsta skipti þegar hún dó“, DV, 2.–4.
desember 2011, bls. 32, 49–50 og Ásdís Thoroddsen, „„Og þessi voðalega kona…“
– hvernig samtíminn brást (við) þremur konum á síðustu öld“, Knúz, femínískt vefrit,
2015, sótt 15. febrúar 2019 af https://knuz.wordpress.com/2015/05/19/og-thessi-
vodalega-kona-hvernig-samtiminn-brast-vid-thremur-konum-a-sidustu-old/.
9 Ásdís Thoroddsen, „„Og þessi voðalega kona…“ – hvernig samtíminn brást (við)
þremur konum á síðustu öld“.
10 Sama heimild og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, „Sá sig í fyrsta skipti þegar hún
dó“, bls. 50.
11 Ásdís Thoroddsen, „„Og þessi voðalega kona…“ – hvernig samtíminn brást (við)
þremur konum á síðustu öld“.
12 Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, „Sá sig í fyrsta skipti þegar hún dó“, bls. 50.