Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 166
„REnnUR BLóð EFTIR SLóð…“
179
lýsa þeirri sælu sem fylgir fyrstu blóðdropunum, fegurð þeirra, hreinleika
og ólýsanlegum létti sem fylgir þeim þegar þeir birtast og streyma fram. Í
upphafi þessa texta er vitnað í Ástu í Gullinu í höfðinu eftir Diddu. Hún talar
um „vorlæk“ sem er „sprækur“ og lífið sem fylgir honum, myndmálið ein-
kennist af æsku, gleði, von og hreyfingu. Sársaukinn er velkominn því hann
er aðgöngumiðinn að umsvifalausri umbun.
Sá sem sker sig veit að það rof sem er framundan opnar jafnframt leið inn
í annan veruleika. Blóðið sem rennur mun hreinsa líkamann af öllu hinu illa
og menn tala um gríðarlegan létti þegar þeir sleppa úr óbærilegri spennunni
og upplifa þreytuna sem á eftir fer.26 Hinir upphöfnu og trúarlegu undir-
tónar eru býsna augljósir og ef til vill blandast einhvers konar trúarþörf inn
í þetta atferli. Blóðið er táknrænasti hluti líkamans og Armando Favazza
segir að það sé líklegt að skurðfólkið laðist að því vegna heilunarmáttar þess
og getu til að umbreyta þeim sem þess þurfa eins og gerist hjá trúuðum í
altarisgöngu. Margir sjálfsskaðendur leggja mikið upp úr örum sem einnig
hafa sterkt trúarlegt og táknrænt gildi, eða eins og Favazza segir: „Þau eru
vitnisburður um að enn sé barist og allt sé ekki búið. Það er einn af mestu
sigrum náttúrunnar hve undursamlegt fyrirbæri sáravefurinn er, líffræðilegt
og sálfræðilegt lím sem heldur efninu og andanum saman þegar hinn harði
heimur reynir að rífa þetta tvennt í sundur.“27
Það eru viss líkindi milli þessarar lýsingar og lýsingar Maureen Flynn á
Heilagri Teresu af Aquila sem varð að stíga niður í hinn algjöra viðbjóð („ut-
ter abjection“) til að geta leitað þaðan sameiningar við guðdóminn.28 Um
það fjallar Ronald Schleifer og þá hreinsun gegnum sársauka sem Teresa
þarf að líða áður en hún getur sameinast brúðguma sínum, hann vitnar í
Flynn sem segir:
Sársaukinn varð henni sönnun þess að verið væri að hreinsa mann-
lega náttúru hennar af hinu illa. Hún stóð af sér þjáningarnar á leið
sinni til andlegrar skírslu af því að þær vitnuðu um að hún væri að
nálgaðist áfangastað sinn eða hina óefnislegu tilvist … Líkamleg
sæla, nánast óbærilega sterk, var til marks um að hönd Guðs væri
að rífa veraldarhyggjuna úr sál hennar.29
26 Sama heimild, bls. 106.
27 Armando Favazza, Bodies under Siege, bls. 280.
28 Maureen Flynn, „The Spiritual Uses of Pain in Spanish Mysticism“, Journal of the
American Academy of Religion, 64/1996, bls. 257-278, hér bls. 270-273.
29 Roland Schleifer, Pain and Suffering, new York, Routledge, 2014, bls. 119, „Pain
constituted proof that her human nature was being purified. She affirmed suffering