Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 133
HAUkUR INGvARSSON
146
að í efnahagslegum og menningarlegum skilningi beri Ísland mörg einkenni
nýlendu.32 Á öðrum áratugi 21. aldar hefur skapast hefð innan fræðanna fyrir
því að fjalla um norðurslóðir út frá sjónarhorni eftirlendufræða og er Ísland
hluti af þeirri umræðu ásamt Færeyjum og Grænlandi.33 Þó spurningunni
um það hvort Ísland hafi verið nýlenda eða ekki sé oft velt upp í þessu sam-
bandi þá má segja að ákveðin sátt sé um að á milli Íslands og Danmerkur hafi
verið valdaójafnvægi og hallað hafi á Íslendinga í pólitísku, menningarlegu
og efnahagslegu tilliti og að þetta ójafnvægi hafi mótað sjálfsmynd beggja
þjóða í samskiptum þegna þeirra.34
II
Eldur og Ljós í ágúst
Af jörðu ertu kominn gerist í tveimur sveitum sem aðskildar eru af öræfum,
óbrúuðu fljóti, opnum gjám, eyðimörk og jökli. Austan við jökulinn er Nes-
hreppur sem er aðalsögusvið Elds en vestan við hann er Hraunamanna-
32 Guðmundur Hálfdanarson, „var Ísland nýlenda“, bls. 70. Íris Ellenberger,
„Somewhere Between “Self” and “Other”: Colonialism in Icelandic Historical
Research“, bls. 104-106. Mannfræðingarnir kristín Loftsdóttir og Gísli Pálsson
sem bæði hafa tekið virkan þátt í að móta sjónarhorn nýlendufræða þegar Ísland
er annars vegar taka afdráttarlaust til orða um stöðu Íslands í bókarkafla árið 2013.
Hann hefst einfaldlega á orðunum: „Sem nýlenda Dana og Norðmanna á tímabilinu
1262 til 1944, var staða Íslands gjarna sérstök í menningarlegu og geopólitísku tilliti.“
Sjá, kristín Loftsdóttir og Gísli Pálsson, „Black on White: Danish Colonialism,
Iceland and the Caribbean“, Scandinavian Colonialism and the Rise of Modernity,
ritstj. Magdalena Naum og Jonas M. Nordin, New York/ Heidelberg/Dordrecht/
London: Springer, 2013, bls. 37-52, hér bls. 37.
33 Sjá, t.a.m. ritgerðasöfnin: Scandinavian Colonialism and the Rise of Modernity: Small
Time Agents in a Global Arena, ritstj. Jr. Charles E. Orser, Contributions To Global
Historical Archaeology, New York/Heidelberg/Dordrecht/London: Springer,
2013; The Postcolonial North Atlantic, vol. 20, Berliner Beiträge zur Skandinavistik,
Berlin: Noreuropa-Institut der Humboldt-Universität, 2014; Postcolonial Perspectives
on the European High North: Unscrambling the Arctic, London: Palgrave Macmillan,
2016.
34 Sumarliði Ísleifsson kemst að þeirri niðurstöðu í doktorsritgerð sinni að Ísland
hafi ekki verið nýlenda og líta beri á það sem „fjarlægt jaðarsvæði í danska ríkinu“
það breytir því hins vegar ekki að hann leggur til að nýta megi „fræðilega umræðu
um nýlendustefnu þó að tiltekið land hafi ekki formlega verið nýlenda heldur
jaðarsvæði innan stærra ríkis eða jafnvel verið sjálfstætt ríki, a.m.k. að forminu til“.
Sjá, Sumarliði R. Ísleifsson, Tvær eyjar á jaðrinum: Ímyndir Íslands og Grænlands frá
miðöldum til miðrar 19. aldar, Reykjavík: Háskólaútgáfan; Sagnfræðistofnun Háskóla
Íslands, 2015, bls. 31-32.