Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 144
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
157
ins upptæk má segja að Jónas skrúfi fyrir dönsk áhrif. Sá lestur er vissulega
þversagnakenndur í ljósi þess að hann sækir sér menntun til Danmerkur og
þannig spretta hugmyndir hans úr dönskum jarðvegi, hið nýja veldi sem
hann ætlar sér að byggja rís sömuleiðis á dönskum grunni „þar sem áður
stóðu fisktrönur Sögaards Nielsen“ (E 144). Sævarhóll heldur sem sé áfram
að vera miðpunktur sveitarinnar en önnur heimsmynd birtist þeirri kynslóð
sem tekur við af Jóhannesi, Nielsen og Sigurði í Nesi. Í henni tengist suðrið
ekki annarlegum Suðurhafseyjum heldur hinni nýju valdamiðju á Íslandi,
þ.e.a.s. höfuðborginni Reykjavík. Þar er ekki aðeins að finna pólitískt vald
heldur er borgin líka miðstöð vísindalegrar þekkingar. Þegar Solveig heit-
kona séra Gylfa fellur í dá er almannarómur látinn enduróma í textanum:
„„Suður“, segir fólkið. Suður, suður, þangað sem læknarnir geta allt, jafnvel
vakið upp af dauðasvefni“ (E 122). Séð frá Reykjavík er Sævarhóll hins vegar
ekki miðja heldur jaðar og kemur jaðarsetning byggðarlagsins m.a. fram í
því að vandræðaunglingnum Halli Jenssyni „er komið úr bænum“ til Jónasar
sennilega fyrir milligöngu lögregluyfirvalda (E 206). Unglingurinn endur-
speglar nútímann í Reykjavík en í svo öfgafullri mynd að það verður að senda
hann í betrunarvist í sveitina. Helsta einkenni Halls er eirðarleysi því hann
japlar „hvíldarlaust á sælgætinu sínu“ og það er eins og hann vilji sjúga „úr
því eitthvað sem aldrei hafði verið í það látið“ (E 205). Síðar er vakin athygli
á „slangrandi göngulagi, hinu eirðarlausa rangli hans um hlöðin, hinum sí-
japlandi munni og rauðu, votu vörum“ (206-207). Sjálfum líst unglingnum
ekki allt of vel á sveitina:
Reykvíkingurinn reis á fætur. „Helvítis pláss er þetta, bara for og
bleyta og fjósalykt“, sagði hann og gretti sig. Hann hafði laglegt
andlit, en munnsvipurinn var seyrinn og tennurnar skemmdar. Í
augum hans var ekkert að sjá, enga sorg, enga gleði, aðeins grábláa
þoku. Svo tróð hann enn einu sinni munninn fullan af sælgæti, tók
því næst töskuna sína og hélt af stað heim til bæjarins... (E 205)
Hin slæma tannhirða Reykvíkingsins stafar ekki af bágri félagslegri stöðu því
foreldrar Halls eru sagðir „ríkir og vel metnir í höfuðstaðnum“ (E 206).
Þegar sælgætið klárast grípur hann til örþrifaráða til að komast aftur heim
því það er hann sem kveikir í nýbyggðu skólahúsinu sem brennur til kaldra
kola. Afstaða Jónasar til Halls var skýr í upphafi: „Hann hefur lent í lít-
ilsháttar klandri fyrir sunnan, en hann skal verða lagaður hérna“ (E 107).
Manni getur virst sem sagan bjóði upp á hefðbundnar andstæður sveitar og
borgar þar sem borgin býður tæknilegar lausnir á líkamlegum veikindum