Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 126
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
139
skrifaði inngang að báðum þýðingunum en Soldatens Sold er fyrsta þýðingin
á skáldsögu eftir Faulkner í heiminum.7
Sumarið 1936 fór íslenski rithöfundurinn Guðmundur Daníelsson í
menningarreisu til kaupmannahafnar. Þar komst hann í kynni við norsku
þýðingarnar á skáldsögum Faulkners.8 Lestur þeirra hafði varanleg áhrif á
Guðmund eins og sjá má á viðtali sem birtist við hann í Tímanum þann 28.
september 1939. Í niðurlagi þess er Guðmundur inntur eftir áhrifavöldum
og lýkur hann þeirri yfirferð á því að nefna „yngstu höfunda Ameríku-
manna“. Hann kýs þó aðeins að nafngreina William Faulkner sem hann
segir: „tvímælalaust með mestu skáldum heimsins í dag.“9 Guðmundur var,
þegar þarna var komið sögu, farinn að leggja drög að þríleik sem kom út á
fyrri hluta fimmta áratugarins en hann samanstendur af skáldsögunum Af
jörðu ertu kominn: Eldur (1941), Sandur (1942) og Landið handan landsins
(1944).10 Þó bæði Guðmundur og aðrir hafi síðan haft orð á því að augljós
skyldleikamerki séu með verkum hans og Faulkners hefur aldrei verið gerð
nákvæm grein fyrir því í hverju líkindin eru fólgin.11 Því má við þetta bæta
að þó Faulkner hafi heimsótt Ísland árið 1955, smásögur hans verið þýddar
á íslensku auk þriggja skáldsagna og íslenskir höfundar eins og Thor vil-
7 Um viðtökur Faulkners og verka hans í Noregi sjá, Hans H. Skei, „The Reception
and Reputation of William Faulkner in Norway, 1932-1982“, Notes on Mississippi
Writers XvI: 1 & 2/1984, bls. 25-58.
8 Guðmundur Daníelsson, „„Gegnum lystigarðinn“: Eftirmáli með 2. útgáfu“,
Gegnum lystigarðinn, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja H.F., 1965, bls. 187-191, hér
bls. 188.
9 „viðtal við rithöfund: Guðmundur Daníelsson frá Guttormshaga segir þætti
úr æfisögu sinni“, Tíminn, 28. september 1939. Þýðingar á verkum Faulkners í
Danmörku hófust árið 1939 en bókmenntaáhugamenn þar í landi virðast hafa fylgst
grannt með útgáfu bóka í Noregi og Svíþjóð. Um viðtökur Faulkners og verka hans
í Danmörku sjá, Jan Nordby Gretlund, „William Faulkner’s Strange Career in
Danish“, Notes on Mississippi Writers XvIII: 1/1986, bls. 35-52.
10 Framvegis verður skáldsagan Af jörðu ertu kominn: Eldur kölluð Eldur í meginmáli.
Aftur á móti er vísað til þríleiksins í heild sinni sem Af jörðu ertu kominn. Tilvísanir
í Eld birtast í meginmáli innan sviga og titillinn einfaldlega skammstafaður E á
undan blaðsíðutali. vísað er til Landsins handan landsins með sama fyrirkomulagi en
titillinn er skammstafaður L. Átt er við fyrstu útgáfu bókanna: Af jörðu ertu kominn:
I. Eldur, Akureyri: Þorsteinn M. Jónsson, 1941 og Landið handan landsins, Akureyri:
Þorsteinn M. Jónsson, 1944.
11 Sjá t.a.m. Guðmundur Daníelsson, „Eftirmáli 2. útgáfu“, Sandur, Ritsafn
Guðmundar Daníelssonar, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1967, bls. 204-
209, hér bls. 208; Guðmundur G. Hagalín, „Skáldið William Faulkner“, Lesbók
Morgunblaðsins, 14. janúar 1951, bls. 20-22; Helgi Sæmundsson, „FAULkNER
LÁTINN“, Alþýðublaðið, 19. júlí 1962, bls. 4.