Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 263
HJALTI HUGASOn
260
sem afturhvarf til og dýpkun á hugmyndum Lúthers og þar með uppgjör
við lútherskan rétttrúnað sem tók við af siðbótarguðfræðinni í upprunalegri
mynd. Veigamikill munur var þó á guðfræði siðbótarfrömuðarins og píet-
ista.16 Af þeim sökum ber að halda áhrifum píetismans á 18. öld aðgreindum
frá áhrifum Lúthers og/eða siðbótarinnar í þröngum skilningi. Vegna hinna
djúpstæðu tengsla siðbótarinnar og píetismans má þó ræða um afleidd sið-
bótaráhrif í þessu sambandi en þeim ber að halda aðgreindum frá síðbúnum
áhrifum sem fremur réðust af ytri eða hagrænum aðstæðum.17
Þegar spurt er um áhrif siðbótar og siðaskipta hér á landi er enginn vafi á
að margir álíta að þessi straumhvörf í trúarsögu þjóðarinnar hafi haft skyndi-
leg, víðtæk og yfirgnæfandi neikvæð áhrif.18 Þetta viðhorf kom að margra
mati fram þegar í „Aldasöng“ eða „Einum fögrum sálmi um mismun þessarar
aldar og hinnar fyrri“ eftir Bjarna Jónsson Borgfirðingaskáld (ca 1560–1640)
sem ber yfirskriftina „Um Íslands hrörnan“ í sumum handritum. Þangað eru
sóttar hinar alkunnu hendingarnar „Allt hafði annan róm / áður í páfadóm
[…]“.19 Því skal þetta einhliða mat hér til gamans nefnt Aldasöngs-synd-
rómið.20 Halldór Laxness var einn þekktasti fulltrúi þess eins og hvað skýr-
ast kemur fram í ritgerðinni „Inngangur að Passíusálmum“ sem að stofni
til er frá um 1930.21 Á öðrum stað kemur fram að hann leit svo á að með
16 Carsten Bach-nielsen, „1500–1800“, bls. 315–316.
17 Um píetismann sem „millilið“ milli siðbótarinnar og áhrifa hennar síðar í sögunni
sjá Gunnar Kristjánsson, Marteinn Lúther: Svipmyndir úr siðbótarsögu, Reykjavík:
Hið íslenska bókmenntafélag, 2014, bls. 402.
18 Sjá t.d. Viðar Hreinsson, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar, Reykjavík: Lesstofan,
2016, bls. 22.
19 Bjarni Jónsson, „Aldasöngur: Einn fagur sálmur um mismun þessarar aldar og
hinnar fyrri“, bragi. arnastofnun.is, sótt 14. febrúar 2019 af http://bragi.arnastofnun.
is/ljod.php?ID=1313.
20 Heitið á bók Önnu Sigurðardóttur um nunnuklaustrin á Íslandi o. fl. hefur vísast
fest tilvitnunina í „Aldasöng“ í sessi í seinni tíð. Anna Sigurðardóttir, Allt hafði annan
róm áður í páfadóm: Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu, Úr
veröld kvenna III, Anna Sigurðardóttir tók saman, Reykjavík: Kvennasögusafn Ís-
lands, 1988.
21 Halldór Laxness, „Inngangur að Passíusálmum“, Af skáldum, Reykjavík: Bókaút-
gáfa Menningarsjóðs, 1972, bls. 71–125. Halldór Laxness, „Inngangur að Passíu-
sálmum“, Vettvangur dagsins: Ritgerðir, 3. útg. endursk., Reykjavík: Helgafell, 1979,
bls. 7–44. Frumgerð sjá Iðunn nýr flokkur 16. árg., 1.–2. tbl., 1932, bls. 83–146.
Svipaðs viðhorfs gætti hjá Sigurði nordal. Sjá Sigurður nordal, „Samhengið í ís-
lenzkum bókmenntum“, Íslenzk lestrarbók 1400–1900, Sigurður nordal setti saman,
Reykjavík: Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar, 1931, bls. ix–xxxii, hér bls. xx.
Dæmi um Aldasöngs-syndrómið á sviði listasögu má sjá hjá Birni Th. Björnssyni