Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 137
HAUkUR INGvARSSON
150
ferð og persónusköpun, en Gísli og Joe Christmas eru augljósar hliðstæður.
Jóhannes er hins vegar í stöðu Eupheus „Doc“ Hines því hann fylgist með
uppvexti Gísla, plagaður af leyndarmálinu sem hann varðveitir og leitar sí-
fellt meira á huga hans eftir því sem hann eldist. Og líkt og Joe Christmas
finnur drengurinn Gísli fyrir augunum sem hvíla á honum (E 116).
Í Ljósi í ágúst og Eldi vekja uppeldissögur Joes Christmas og Gísla í Gröf
samúð með persónum sem eru ógeðfelldar við fyrstu sýn. Hin raunverulegu
illmenni eru hins vegar mennirnir sem kalla yfir þá samfélagslega bölvun
vegna uppruna þeirra og eins þeir sem beita þá harðræði í uppvextinum. Á
sögunum tveimur er þó grundvallarmunur því í Ljósi í ágúst setur grunurinn
um að svart blóð renni um æðar Joes Christmas hann í undirskipaða stöðu.
Hann missir forréttindastöðu hvíts manns og færist út á jaðar samfélagsins. Í
Eldi vill höfðinginn Jóhannes aftur á móti halda faðerni bastarðsins leyndu,
ekki vegna þess að því fylgi skömm að Nielsen sé útlenskur, heldur vill Jó-
hannes tryggja völd sín í samfélaginu sem byggja á óbreyttu ástandi. Hann
vill þannig koma í veg fyrir að eignir Danans erfist til afkomanda konu af
lágum stigum, vinnukonu, sem er í hans augum „aumingi að vissu leyti“ (E
60). Jóhannes orðar þá jaðarstöðu sem hann setur Gísla í með ýmsum hætti,
nefnir hann m.a. konungsson „í álögum“ sem hafi verið „borinn út, áður
en hann fæddist“ (E 174), hann segir líka að Gísli lifi „útilegumannalífi“ (E
177) og að hann sé í „ófreskjuham“ (E 178). Rétt eins og í ævintýrunum sem
myndmálið vísar til býr maður undir hamnum og göfugur uppruninn dylst
engum þegar álögunum hefur verið aflétt (E 234). Í þeirri heimsmynd sem
Jóhannes aðhyllist eru Danir í forræðisstöðu og í honum blundar djúp þrá
eftir því að samlagast Nielsen en um leið greina sig frá löndum sínum.
Annar mikilvægur þáttur í byggingu Ljóss í ágúst er hvernig sjálfstæðar
frásagnir tengjast saman og mynda samhljóm; hefur í þessu sambandi verið
talað um kontrapunkt.40 Sjálfur lýsti Faulkner því hvernig harmleikurinn
af Joe Christmas væri undirstrikaður með sögu af nokkurs konar andstæðu
hans, prestinum Moses Hightower. Í Eldi beitir Guðmundur Daníelsson
sömu aðferð. Í upphafi eru lesendur kynntir fyrir séra Gylfa Sigurðssyni.
Hann býr að Nesi þar sem foreldrar hans hvíla og við hlið þeirra hefur hann
valið sjálfum sér grafarstæði (E 22). Líf prestsins virðist fullkomlega kyrr-
stætt. Hann er úr tengslum við umhverfi sitt og virðist nærtækasta skýringin
á því vera veikindi unnustu hans, Solveigar, sem sofið hefur 10 ár á sjúkra-
40 Martin kreiswirth, „Plots and Counterplots: The Structure of Light in August“, New
Essays on Light in August, The American Novel, ritstj. Michael Millgate, Cambridge:
Cambridge University Press, 1987, bls. 55-79, hér bls. 56.