Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 54
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
67
gagnrýnd fyrir aðferðirnar sem hún beitir til þess. En þversagnirnar eru
jafnt hið innra sem ytra því enn á ný vitna lýsingar Dísu um stríðandi öfl
innan sömu persónu.
Vegna stöðu sinnar í tilverunni kýs Dísa að horfa framhjá því að þver
stæðukennd ástæða kunni að vera til þess að Gríms klæðist svörtu, þ.e. að
svarti liturinn sé ekki einvörðungu birtingarmynd eða afleiðing þunglyndis
ins heldur noti Gríms hann markvisst til að vernda sjálfa sig og hafa stjórn á
líkama sínum og aðstæðum. Að sama skapi fá lesendur aðeins að vita um eina
hlið gula litsins sem Dísa heldur svo uppá:
Já, ég elska allt sem gult er, sólina, sóleyjarnar, fíflana, sólblómin,
sítrónuna, bananann, nefndu allt gult sem þér dettur í hug, og ég
elska það og ég verð alltaf glöð og himinsæl nálægt því. Þannig er
líka þrá mín eftir þér, hún er gul, löngun mín í þig, hún er gul, von
mín eftir að þú komir til mín einu sinni enn, hún er gul. Allur drif
kraftur minn er gulur, öll einbeiting mín er gul. Það má eiginlega
segja að ég sé gul manneskja með gul gleðigildi. (164, leturbr. mín)
Dísa notar endurtekningu til að setja á oddinn ást sína á gula litnum og til
að leggja áherslu á muninn á sér og Gríms. Þó guli liturinn sé alla jafna
tengdur jákvæðum eiginleikum hefur hann líka verið túlkaður sem líking
fyrir öfundsýki, kvíða og ótta.63 öll þessi einkenni má greina í fari Dísu ekki
síst afbrýðisemina. Dísa öfundar Gríms af ýmsu en þó einkum af frelsinu og
öllu sem því fylgir eins og til dæmis að hafa stjórn á líkamanum, hafa haft
tækifæri til að eignast vini og fjölskyldu, getað sinnt ritstörfum og auðvitað
af sambandinu við kisa.
ólíkindaeinkennin þrjú, þolinmæðin, samviskubitið og klæðnaðurinn,
eru góð dæmi um hvað greinir þær Dísu og Gríms að. Umfjöllun Dísu
sýnir vel hvernig Gríms hefur reynt að aðlagast samfélaginu og haga sér
eftir ákveðnum samfélagslegum viðmiðum um leið og hún útskýrir hvers
vegna Gríms hefur viljað halda Dísu niðri í holunni. Miðað við lýsingar Dísu
sjálfrar er hún að minnsta kosti uppreisnargjörn, óhrædd við að skera sig
úr fjöldanum og andæfa ríkjandi samfélagshugmyndum, hún þorir semsagt,
ólíkt Gríms, að hegða sér á annan hátt en samfélagið krefst af einstaklingum.
Umfjöllunin afhjúpar líka þverstæðu Gríms sem er ekki aðeins hörð og töff
heldur einnig óörugg og viðkvæm. Ástæða þess að Dísa tilgreinir ólíkinda
einkennin þrjú sérstaklega og fjallar ítarlega um hvert og eitt þeirra er ekki
63 Sbr. WeiLun Chang og HsiehLiang Lin, „The impact of color traits on corporate
branding”, bls. 3346.