Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 217
MARGRÉT GuðMunDSDóTTIR
214
síst að kanna hver geta hennar væri þótt hún talaði svo lítið sem raun bar
vitni, en einnig að auka færni hennar.62 Aðferðin endurspeglar vandann sem
við var að glíma, Genie lærði ekki mál eins og lítið barn. Hún hafði ekki fulla
getu til þess en einnig virðist þessi frumkraftur sem knýr barn til að læra
málið sem það heyrir í umhverfi sínu hafa verið skertur. Genie var vissulega
sólgin í orð, hún drakk í sig umhverfið, þráði að beita skynfærunum sem
höfðu soltið svo lengi, horfði og snerti, og vildi vita hvað hlutirnir hétu.63
En ef dæmt er út frá birtingarmyndum málsins hjá Genie virðist hún þó ekki
hafa haft hvöt til að betrumbæta sífellt málkerfi sitt, eins og börn gera. Þau
láta sér ekki nægja að skilja og vera skiljanleg heldur drekka í sig málfræðina,
breyta og bæta þar til málkerfið er „fullkomið“, eins og málkerfi fyrirmynd-
anna. Á hinn bóginn þarf að hafa í huga að margt benti til þess að mikið gap
væri milli málskilnings og málbeitingar hjá Genie64 og eins og áður sagði tal-
aði hún afar sparlega, „Genie rarely speaks,“ segir Curtiss.65 Þegar þetta allt
er lagt saman, óeðlilegt máltökuferli, mikill munur á skilningi og tjáningar-
getu og fámæli, sést að hugsanlegt er að Genie hafi sífellt bætt við málkerfið
og snurfusað það þó að lítil merki þess sæjust á yfirborðinu.
Eins og fyrr var nefnt er í fyrstu greinum um Genie og í bókinni frá
197766 farið frekar jákvæðum orðum um árangur hennar. Curtiss er til að
mynda full bjartsýni um framhaldið og gerir sér hreinlega vonir um að Ge-
nie muni „stinga hana af“.67 Hún leggur einnig áherslu á að þó að mál Genie
sé um margt óeðlilegt þá hafi hún mál og málkerfi. Hún byggi málnotkun
sína á kerfi reglna og eininga, kerfi sem býr yfir þeim nýsköpunarmætti sem
greinir mál manna frá samskiptakerfum annarra tegunda.68
Eins og Peter Jones dregur fram víkur þessi jákvæði tónn í síðari skrifum.
Áherslan virðist færast yfir á það sem Genie getur ekki og látið hjá líða að
geta um mikinn mun á skilningi og tjáningu. Þá er gjarna talað um rann-
sóknar- og þjálfunartímabilið sem átta ár eða jafnvel áratug.69 Jones rekur
62 Susan Curtiss, Genie: A Psycholinguistic Study, bls. 50.
63 Sama rit, bls. 15, 21.
64 Sama rit, bls. 196.
65 Sama rit, bls. 143.
66 Susan Curtiss o.fl., „The Linguistic Development of Genie“; Susan Curtiss, Genie:
A Psycholinguistic Study.
67 Susan Curtiss, Genie: A Psycholinguistic Study, bls. 42.
68 Sama rit, bls. 204.
69 Sjá Susan Curtiss, „Abnormal language acquisition and the modularity of language“,
bls. 97; Peter E. Jones, „Contradictions and unanswered questions in the Genie
case“, bls. 273.