Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 79
KjaRTan MÁR ÓMaRSSOn
92
ræn og kynörvandi áhrif svo hana megi jafnframt meta í ljósi áhorfanleika
hennar. Laura Mulvey hefur bent á að í „heimi þar sem kynferðislegur
ójöfnuður ríkir hefur glápnautnin verið greind í andstæðurnar virkni/karl-
kyn og óvirkni/kvenkyn. Hið ráðandi karllega augnaráð varpar órum sínum
á ímynd konunnar sem mótuð hefur verið eftir því“.34 Þá skrifar john Berger
litlu áður í bók sinni Ways of Seeing (1972) að félagslegri veru (e. social pre-
sence) karla og kvenna sé ólíkt háttað. Vera karla sé háð fyrirheiti þess valds
sem þeir búi yfir og sé dregin af ályktunum um hvað þeir geti gert fyrir eða
við mann. Hún sé ávallt metin í ljósi hvers maðurinn er megnugur. Vera
konunnar er á hinn bóginn skilgreind út frá hennar eigin sjálfsmati og hvað
megi gera við hana.
Til einföldunar væri hægt að segja að menn framkvæmi og konur
sýni sig. Menn horfa á konur. Konur horfa á aðra horfa á sig. Þetta
skilyrðir ekki aðeins flest sambönd milli karla og kvenna heldur
einnig sambönd kvenna sín á milli. Innra með konunni er karlkyns
áhorfandi sem gefur henni gætur: konunni sem horft er á. Sökum
þess hlutgerir hún sjálfa sig – gerir sig sýnilega: að einhverju sem
er áhorfs vert.35
Berger segir þetta viðmót birtast okkur í listum allt aftur til sjónlista endur-
reisnartímans. Í grundvallaratriðum hafi ekkert breyst á okkar dögum þar
sem hinn ídealíski áhorfandi sé enn ávallt karlkyns en í dag birtist þessi blæt-
isgerving konunnar mestmegnis í auglýsingamiðlum, dagblöðum, og skjá-
miðlum.36 Þetta á einnig við um dauða kvenna sem er iðulega mun ítarlegri
á sjónræna sviðinu en karlmanna og það tíðkast jafnvel að lífvana líkamar
kvenna séu erótíseraðir. Elizabeth Bronfen talar um það í bók sinni Over
Her Dead Body hvernig sjónræn framsetning látinna kvenna hafi verið svo
ríkjandi á átjándu og nítjándu öld í evrópskri menningu að það hafi nálg-
ast klisju skömmu fyrir upphaf þeirrar tuttugustu.37 Reyndar væri hægt að
teygja tengingar um dauðann og konur allt aftur til goðsögunnar um Perse-
fónu og Hades en þemað verður fyrst menningarlega og íkonínskt miðlægt
seint á 15. öld í kjölfar plágunnar þegar minnið um ,dauðann og meyjuna‘
34 Laura Mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“, Áfangar í kvik mynda fræð-
um, ritstj. Guðni Elísson, þýð. Heiða jóhannsdóttir, Reykjavík: Forlagið, 2003, bls.
330–341, hér bls. 332.
35 john Berger, Ways of Seeing, London: Penguin Books, 1972, bls. 47.
36 Sjá t.d. grein Laura Mulvey, „Sjónræn nautn og frásagnarkvikmyndin“.
37 Elizabeth Bronfen, Over Her Dead Body: Death, Femininity and the Aesthetic, new
York: Routledge, 1992, bls. 3.