Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 76
DanSað Á ÓPLæGðUM aKRInUM
89
er eitt línubil milli lína í hverju erindi og tvö línubil milli erinda í ljóðum að
staðaldri. Á stöku stað má sjá tvö línubil milli ljóðlína en hugsast getur að
línan sé heilt „erindi“ þrátt fyrir að vera lítið að vexti. Þá inniheldur bókin
einnig ellefu svartar stjörnur [✶] sem skilja að erindi í ljóðum sitt á hvað.
allt frá því að rússnesku formalistarnir settu fram hugmyndir sínar á
þriðja áratug síðustu aldar hefur sú hugmynd verið viðurkennd að bók-
menntatexti sé fjölþættur strúktúr og allir hlutar hans séu venslaðir hver
við annan samtímis því að vera innbyrðis háðir hver öðrum. af því leiði að
ekkert innan bókmenntaverka sé hægt sé að skoða í einangrun þar sem hver
þáttur þess býr yfir virkni sem hafi áhrif á verkið í heild.26 Þar er greinar-
merkjasetningin ekki undantekin, sem er ástæða þessarar upptalningar hér
að ofan. Merking danse grotesque verður ekki ráðin með nýkrítískum lestri.
Það er, ljóðið fær ekki „einungis [að] vera“ í þessu tilfelli, heldur verður að
taka tillit til bókmenntaverksins í heild sökum þess að það er einungis í sam-
hengi sem unnt er að draga fram framandleikaáhrifin sem felast í formlegri
framsetningu ljóðsins. Yfirborðslegur samanburður danse grotesque við aðra
texta bókarinnar leiðir í ljós að það er sér á parti og er sá munur umfram
allt byggður á „efnislegum, einkum myndrænum eigindum leturtáknsins“.27
Ljóðið er konkret.
Í grein Benedikts Hjartarsonar „Draumurinn um hinn ómyndhverfa
mann. Um framúrstefnu og konkretljóð“ rekur hann sögu og einkenni
konkretljóðsins í víðu samhengi. Benedikt ræðir þar hvernig greina megi
tvær meginleiðir til skilgreiningar á konkretljóðinu innan fræðahefðarinnar.
[Ö]nnur byggir á fagurfræðilegu sjónarhorni, hin á sögulegum
skilningi. Frá fagurfræðilegu sjónarhorni liggja sérkenni konkret-
vekur upp spurninguna hvort höfundur sé að hæðast að þessum tilföllnu ljóðum,
hvort hann sé að veikja merkingu þeirra eða, hvort svigarnir þjóni þeim tilgangi
að skilja milli draums og vöku ljóðmælanda. „(hólavallagarður)“ hefst til dæmis á
orðunum „tuttugu og sex ára gamlan dreymir mig …“ (7); „(landsbókasafn)“ hefst á
orðunum „stundum dreymir mig …“ (13) og „(reykjavíkurhöfn)“ hefst á orðunum
„eitt sinn þegar ég var ungur og lifði í nóttinni …“ (44) sem kynni að vera vísun í
draumveruleika.
26 Sjá t.d. Terry Eagleton, Literary Theory: An Introduction, Oxford: Blackwell
Publishing, 1996 [1983], bls. 86.
27 Benedikt Hjartarson, „Draumurinn um hinn ómyndhverfa mann: Um framúrstefnu
og konkretljóð“, Af steypu, ritstj. Eiríkur Örn norðdahl og Kári Páll Óskarsson,
Reykjavík: nýhil, 2009, bls. 74–104, hér bls. 88. Sjálfur vísar hann til: Wolfgang
Max Faust, Bilder werden Worte: Zum Verhältnis von bildender Kunst und Literatur im
20. Jahrhundert, oder - Vom Anfang der Kunst im Ende der Künste, München: Carl
Hanser Verlag, 1977, bls. 16.