Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 252
„TIlFInnInGaR ERU ElDSnEYTI FYRIR HUGmYnDIR“
249
‚óþekku‘ líkamana sína. Geymdar, öruggar fyrir sjálfum sér og ósnertar, á
ís. Frystar. En hvílík merki um óróleika þarna niðri! Hvílík vinna fyrir kyn-
lífslögguna, þarf alltaf að byrja upp á nýtt, að koma í veg fyrir hina ógnandi
endurkomu kvennanna.“60
Útgönguleiðir
Ég hafði farið úr lokaða herberginu og í garðinn. Þaðan ætlaði ég
í dauðann.
Þetta var allt sami staðurinn. Hausinn á mér.
Sem bjó yfir töframætti einsog þeir karlmenn sem ég lagði ást á.
Það mátti enginn segja mér að pabbi minn væri dauður.
Þá hefði ég engan stað til að vera á. Ég var að bíða eftir að hann opnaði
því ég gat ekki opnað sjálf. (40-41)
Í inngangi er því haldið fram að skrif Elísabetar lýsi baráttu fyrir því að
marka sér stöðu í heiminum, til að heyrast og sjást, til að fá að skapa og um
leið endurskapa sjálf sitt. Þá fjallaði ég um hið sálræna skýringarmódel sem
hún dregur ítrekað fram í verkum sínum, að sálrænir erfiðleikar hennar eigi
rætur í þeirri staðreynd að faðir hennar hafnaði henni og hafi (í táknrænum
skilningi) lokað hana inni í rými sem henni hefur reynst erfitt að yfirgefa.
með þetta í huga má segja að í skrifum sínum sé Elísabet að leita útgöngu-
leiða, einhverra annarra leiða en þeirra bakdyra sem leiða beint í geðveikina
eða dauðann.
Í frægri grein sem ber titilinn „Útgönguleiðir“ (f. „Sorties“)61 fjallar Cixo-
us meðal annars um hvernig hægt sé að brjóta upp það rými kynjamunar og
kynjamismunar (andstæðukerfin) sem vestræn samfélög byggjast á og hafa
lokað konur inni í óviðunandi aðstæðum. Slík kerfi þagga niður í konum, að
mati Cixous, og hún veltir fyrir sér hvernig konur geti skrifað án þess að vera
fastar á klafa hefðar og ómögulegra skilgreininga; hvaða (útgöngu)leiðir séu
þeim færar.62 Cixous ítrekar að þegar konur byrji að skrifa verði þær að vera
60 Sama rit, bls. 69.
61 Franski titillinn er mjög margræður því orðið sorties (flt. af sortie) getur þýtt út-
ganga, útgönguleið, vegur, rennsli, leki, útstreymi, útflutningur, útgjöld, útgáfa, birting,
útrás, úthlaup, sem og hnyttiyrði, smellin athugasemd; óvarlegt orðalag; skætingur. Sjá
má flestar þessar merkingar að verki í grein Cixous.
62 Hélène Cixous og Catherine Clément, The Newly Born Woman, bls. 63-132.