Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 167
DAGný KRISTJÁnSDóTTIR
180
Sársaukinn er einstakur í sinni röð fyrir þær sakir að hann yfirtekur mann-
eskjuna algjörlega, rýfur samband hennar við samfélag, sögu og tungumál,
merkingu með tilverunni og ofurselur hana líkama sínum sem hann vildi
ekki af vita, segir Elaine Scarry.30 Þess vegna er það ein af þversögnum bæði
trúarofstækismanna og sjálfsmeiðara að þegar þeir vilja aga holdið og af-
neita því með sjálfspíningum hrynur öll merkingarmyndun – heimurinn er
af-skapaður og ekkert stendur eftir nema holdið.
Ronald Schleifer flækir þessar forsendur Scarry í bókinni Intangible Ma-
terialism (2009). Hann segir að boðleiðir sársaukans til mænu og þaðan mis-
hratt til mismunandi millistöðva á leið sinni til heilans séu hvorki beinar né
einfaldar. Sársaukinn sé líffræðilegt ferli og frumurnar „muni“ hann, hann sé
skráður beint í líkamann. Hann vitnar í nóbelsverðlaunahafann árið 2000,
Eric Kandel sem rannsakaði lífeðlisfræði langtímaminnis, og segir: „Hæfi-
leikinn til að rækta nýjar taugamótatengingar í framhaldi af reynslu virðist
hafa varðveist gegnum alla þróunarsöguna“.31 Þetta kallar Schleifer vænt-
ingar um sársauka, líkaminn myndar eins konar lífeðlislegt minni (e. non-
narrative) um sársauka sem birtist til dæmis í því dularfulla og erfiða fyrir-
bæri þegar fólk er undirlagt af verkjum í útlimum sem hafa verið fjarlægðir.
Þegar unglingurinn sker sig endurtekið er sársaukinn sjaldnast markmið
í sjálfum sér og enginn af þeim sem talað var við í fyrrnefndum viðtölum
kvartar undan honum. Sum þeirra vitna hins vegar um að því miður finni
skurðfólkið lítinn, jafnvel engan sársauka. Þetta er algengara eftir því sem
það er reynslumeira. Ein skýringin á þessu getur verið sú að þegar líkaminn
er meiddur framleiðir hann endorfin, náttúrulegt deyfiefni, sem dregur úr
sársaukanum, þetta er skilyrt viðbragð hans við spennunni og tengist ef til
vill líka „sársaukaminni“ Schleifers sem tekur við sér.
Sjálfsskaðar verða að sjálfsmynd
Internetið og samfélagsmiðlarnir breyta unglingamenningu hratt – nánast á
meðan þetta er skrifað og lesið. Það er ekki lengur sjálfgefið að ungmenni, sem
along the passage to psychic purity because it suggested that she was nearing her
destination to an immaterial presence … Physical sensation of the most unbearable
sort indicated that the hand of God was tearing from the soul its worldly inclinations“.
30 Elaine Scarry, The Body in Pain. The Making and Unmaking of the World, Oxford:
Oxford University Press, 1987, bls. 34-35.
31 Roland Schleifer, Intangible Materialism. The Body, Scientific Knowledge and the Power
of Language, Minnesota: University of Minnesota Press, 2009, bls. 136-137, „The
ability to grow new synaptic connections as a result of experience, ... appears to have
been conserved throughout evolution.“