Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 24
ÁBYRGAR KONuR OG SjÚKIR KARLAR
37
Mikilvægt er að skoða innviði samfélagsins, s.s. virkni réttarvörslu-
kerfisins, endurskoða lög og reglur, verklagsreglur lögreglu, saksóknara
og dómara. Markviss fræðsla um nauðganir og afleiðingar þeirra fyrir alla
sem koma að þessum brotaflokki er nauðsynleg. Dómsmálaráðherra hefur
ákveðið að ráðast í slíkar aðgerðir og hefur veitt auknum fjármunum til að
efla málsmeðferð hjá lögreglu og héraðssaksóknara, auka endurmenntun og
bæta rannsóknarbúnað og verklagsreglur lögreglu.92 Auk þess þarf að sýna
brotaþolum stuðning og gefa þeim tækifæri til þess að leita réttar síns eða
réttlætis með öðrum hætti. Hugmyndafræði uppbyggilegrar réttvísi er t.a.m.
þolendamiðuð, lögð er áhersla á að þolendur ráði för og fái að taka ákvarð-
anir um afdrif mála sinna, fái að tjá sig um afleiðingar ofbeldisins og fái um
leið viðurkenningu á því að brotið hafi verið á þeim og þeim afleiðingum
sem það hefur á líf þeirra.93 Á Norðurlandi hefur verið unnið tilraunaverk-
efni í þágu þolenda kynferðisbrota. Þolendur fá stuðningsviðtal hjá sálfræð-
ingi eftir skýrslutöku hjá lögreglu þar sem þeim gefst tækifæri til að ræða
upplifun af ofbeldinu og skýrslutökunni. Liður í verkefninu er einnig að
auka nærgætni við þolendur þegar tilkynnt er um niðurfellingu máls. Mat
á því úrræði bendir til þess að þeim sem tilkynnt var um niðurfellingu máls
með viðtali á lögreglustöð voru mun sáttari en þær sem fengu bréfsendingu
eins og áður hafði tíðkast. 94
Nauðgunarmenning er ein ýktasta birtingarmynd kynjamisréttis. Kon-
ur og karlar á Íslandi hafa sömu lagalegu stöðu, í orði a.m.k., en langt er í
land á mörgum sviðum. Byggt á alþjóðlegri úttekt á stefnum og aðgerðum
stjórnvalda gegn nauðgunum benda Walby og félagar á að til þess að koma í
veg fyrir nauðganir þá þurfi umbætur að eiga sér stað hjá flestum stofnunum
samfélagsins og samfélagið í heild þarf að taka gagngerum breytingum.95
Þau benda á að stjórnvaldsaðgerðir gegn nauðgunum sem á sama tíma taka
á misrétti á öðrum sviðum samfélagsins auki líkurnar á árangri.96 Því kynjuð
valdatengsl í samfélaginu eru í senn orsök og afleiðing kynbundins ofbeldis
92 Dómsmálaráðuneytið, „Auknar fjárveitingar til meðferðar kynferðisbrota hjá lög-
reglu og héraðssaksóknara“, stjornarradid.is, 2. febrúar 2018, sótt 8. apríl 2019 af
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2018/02/02/Auknar-
fjarveitingar-til-medferdar-kynferdisbrota-hja-logreglu-og-heradssaksoknara/.
93 Mary P. Koss, „The RESTORE program of restorative justice for sex crimes: Vi-
sion, process and outcomes“, bls. 1624.
94 Karen Birna Þorvaldsdóttir, „„Annað áfall ofan á hitt“: Reynsla kærenda nauðgana af
réttarvörslukerfinu á Norðurlandi þar sem málið var felt niður“, bls. 60-61.
95 Sylvia Walby o.fl., Stopping Rape, bls. 1.
96 Sama heimild, bls. 7.