Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 52
„SAMBýLISKOnUR […] Í SAMA KROPPI, Í SAMA HöFðI, Í SAMA BLóðI“
65
Þriðja og síðasta ólíkindaeinkennið „snýr […] að ytra byrðinu, klæðnað
inum“ (161). Samkvæmt Dísu hefur Gríms fengið ótal athugasemdir um
hvernig hún kýs að klæða sig, athugasemdir sem hún skrifar „jafnóðum hjá
sér í svörtu bókina af því að þær draga hana niður og gera hana óörugga
og hrædda“ (161). Dísa segir að þótt hún þoli ekki bókina fletti hún henni
„reglulega spjaldanna á milli“(162); hún hefur m.ö.o. áhrif á hana líka.
Athugasemdirnar um fatnaðinn eru margvíslegar eins og upptalning
Dísu á þeim sýnir:
– Alltaf í svörtu, sagði heilari.
– Svört einsog samviskan, sagði fréttamaður.
– Svört einsog syndin, sagði skólafélagi.
– Svartklædda skáldkonan, sagði blaðamaður.
– Svart í stíl við svart litað hár, sagði blaðakona.
– Svart til að undirstrika dulúðina, sagði kollegi.
– Svart til að grennast, sagði systir.
– Svart til að sjást ekki í myrkri, sagði grínisti í sjónvarpi.
– Svart til að skapa sér stíl, sagði grínisti í útvarpi.
– Svört einsog blindniðamyrkrið, sagði vinur.
– Svört einsog þokan, sagði vinkona.
– Svört einsog dauðinn, sagði búðarkona.
– Svört einsog köttur, sagði sonur.
– Svört einsog djöfullinn, sagði maður á bar.
– Svört einsog harmsaga, sagðir þú. (162)57
Eins og sést koma athugasemdirnar úr ýmsum áttum, jafnt frá nákomnum
sem og ókunnugum. Upptalningin sýnir vel hversu tamt fólki er að búa til
ástæður fyrir því hvers vegna menn eru eins og þeir eru og í sömu mund
hversu óhrætt það er við að tjá þær, gjarnan án þess að velta fyrir sér hvort
þær eru særandi. Ummælin hér að ofan eru vissulega misalvarleg en sífelld
endurtekning þeirra, í ólíkum myndum, hefur augljóslega haft neikvæð áhrif
á sjálfsmynd Gríms, að minnsta kosti að mati Dísu, enda er svarti liturinn
sýnilega fremur litinn neikvæðum augum en jákvæðum.
Dísa segir að Gríms sé „alltaf svartklædd til að breiða yfir sín lúnu og
lélegu bein og sína lúnu og lélegu ásýnd“ (162) og bætir við að henni finnist
„þessi eymdarinnar klæðnaður gjörsamlega óþolandi“ (162). Orð Dísu eru
57 Hér kann skáldskap og veruleika að slá saman hjá þeim lesendum sem vita að
höfundurinn Vigdís Grímsdóttir hefur verið svartklædd drjúgan hluta ævinnar.