Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 100
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
113
ist hafa verið „allt of ungur“ þegar fyrsta kynlífsreynsla hans átti sér stað og
svipbrigðin gefa til kynna þungar byrðar. Játningin rifjast upp fyrir Gunnari
í endurliti frá liðnu sumri. Í því eru þeir Einar staddir við draugalegt eyðibýli
og í minningunni sniglast lítill drengur um, við yfirgefið hús, hugsanlega er
þar á ferð Leemoy – ímyndaður vinur Einars úr æsku.41 Strákinn má lesa sem
tákn um reynslu beggja mannanna því hann birtist eftir að Einar segir frá
því að hann hafi verið misnotaður og í kjölfarið segir Gunnar frá því hvernig
brotið var á honum. Hann lýsir því hvernig eldri maður lokkaði hann heim
til sín þegar hann var sautján ára „og ekki kominn út úr skápnum“.
Við notuðum IRC-ið þá. […] það var ekkert annað í boði. […] Svo
byrjaði ég að tala við þennan gaur. Hann var alveg í kringum þrí-
King‘s Queer Gothic“ beitir hann sálgreiningu til að sýna fram á að samkynhneigð
sé undirliggjandi þráður í The Shining. Bruhm víkur m.a. að óeðlilegri þekkingu
Dannys á kynferðismálum. Í doktorsritgerðinni sem ég vinn að ræði ég um hvort
illska Jacks sé ekki síst fólgin í því að hann misnotar Danny kynferðislega, en svo
virðist sem faðir Jacks hafi einnig beitt hann kynferðisofbeldi. Sambandinu þeirra
á milli er til dæmis líkt við blóm sem í ljós kemur að er „brostið hið innra“ þegar
það blómstrar. (Stephen King, The Shining, bls. 327.) Tilvitnunin hljóðar svo í heild
sinni á ensku: „His relationship with his father had been like the unfurling of some
flower of beautiful potential, which, when wholly opened, turned out to be blighted
inside“). Myndmálið er svipað því sem viðhaft er um meydómssvipti. Jack var sjö ára
þegar hann hætti að elska föður sinn, líklega um það leyti sem misnotkunin hófst.
Saga feðganna, Jacks og Dannys, er endurtekning á mynstrum í samskiptum Jacks
og pabba hans, jafnt í misnotkuninni sem öðru. Danny virðist til dæmis vita meira
en eðlilegt er fyrir fimm ára börn að vita um kynlíf, og það er einnig tengt ótta í
sögunni. Ógn Overlook hótelsins, sem smám saman ræðst inn í huga Jacks (eða er
birtingarmynd huga hans, eftir því hvernig á það er litið) felst ekki síst í því að það
hótar Danny kynferðisofbeldi — eða vekur upp minningar um slíkt. Draugurinn
Rogers, sem er samkynhneigður elskhugi eiganda hótelsins á einu tímabili, hótar
því að éta á honum typpið (Stephen King, The Shining bls. 494) og í huga Dannys
líkist ógnandi brunaslanga við herbergi 217 typpi (e. prick), sem virðist vera það
óhugnanlegasta af öllu, því hann hugsar: „þetta var aðeins garðslanga eftir allt
saman. […] það var hægt að brytja hana niður en hún myndi aldrei kvarta, aldrei
engjast sundur og saman eða blæða grænu slími yfir bláa teppið.“ (Stephen King, The
Shining, bls. 317). Tilvitnunin er svona á ensku: „it was only a hose after all. […]
it would never complain, never twist and jerk and bleed green slime all over the blue
carpet.“ [Skál. mín].
41 Leemoy virðist fyrst skjóta upp kollinum þegar Einar verður fyrir misnotkun sem
barn á Gufuskálum. Hann vísar honum ofan í gjótu þar sem Einar týnist. Þess má
geta að drengurinn er klæddur í rautt og blátt eins og Danny Torrance er gjarnan
í kvikmynd Stanleys Kubrick (1980) – en Danny á einnig „ímyndaðan“ vin, Tony,
sem vísar honum á hætturnar sem leynast á Overlook hótelinu og í huga pabba hans.