Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 245
SOFFÍa aUðUR BIRGISDóTTIR
242
leika en það er erfitt að sleppa undan því. Það fær Elísabet að reyna bæði í
sambandinu við algea sem og í sambúð með íslenskum ofbeldismanni sem
hún yrkir um í ljóðabókinni Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett.
Upphafsljóðið heitir einfaldlega „alvörukonan“:
Hann sagði að ég væri alvörukona og ég féll í trans á
staðnum, loksins var einhver sem sá mig einsog ég var,
loksins var einhver sem sá mig, að ég var ekki einsog
konurnar sem þurftu háhælaskó, þrönga mittisjakka, púður,
meik og augnskugga, sléttujárn og brjóstin svellandi upp úr
brjóstahaldaranum, eða stoppaðar upp með sílíkonpúðum,
eitthvað svo brosandi, ég gæti aldrei verið einsog þær, mér
fannst þær nefnilega alvörukonur og ég væri í þykjustunni,
strákur, eða hlægileg, gæti ekki verið með, þættist vera
eitthvað, svo ég fór að vera með honum og ég sagði honum
að hann væri fallegur og ætlaði með því að gera á honum
fegrunaraðgerð, þá gæti hann haldið áfram að segja mér að ég
væri alvörukona en áður en ég vissi af var hann búinn að gefa
mér háhælaskó, púður, meik, varalit, augnskugga, klæða mig í
nælonsokka og korselett, eitthvað sem ég hafði engan tíma
til að pæla í.38
Í þessu ljóði hefur Elísabet í raun snúið hugmyndinni um ‚alvörukonuna‘ á
haus því hér er það kona sem ekki þarf á neinum fegrunarmeðulum að halda.
En sú hugmynd reynist aðeins draumur því í ljós kemur að karlmaðurinn
sem ljóðveran hélt að kynni að meta sig „einsog ég var“ þráir í raun gervið
og reynir að þröngva henni í það; að klæðast búningnum „sem ég hafði
engan tíma til að pæla í.“
Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir benda rétti-
lega á að í ljóðinu „alvörukonan“ séu „áhrif menningar á samskipti einstakl-
inga sett á oddinn“.39 Í ofannefndri örsögu, „Kona sem breytti sér í konu“,
er hins vegar líka vísað inn á við og bent á að maður viti aldrei hvað það er
sem leynist „fyrir innan“. Þar með er því gefið undir fótinn að ‚kvenleikinn‘
komi ekki bara að utan (frá menningunni) heldur einnig að innan eða úr
líkamanum. Tilraun konunnar sem „fannst hún ekki líta út eins og kona“ og
38 Elísabet Jökulsdóttir, Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett, bls. 11.
39 Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Guðrún Steinþórsdóttir, „„eða er það ástin sem er
að missa hárið““, bls. 66.