Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 74
DanSað Á ÓPLæGðUM aKRInUM
87
ferli, sundrunarferli uns til verður „nýtt lík“ (28) í nýrri mynd, „klætt flaueli
/ næloni / silki / ull / sveipað striga / baðmull / plasti / í engu / nema eigin
líkamshári / ljósu / slegnu / dökku / hrokknu / rauðu“ (29) og það lík er
„tilbúið í dansinn“. Líkið sem var áður af „tröllvaxinni konu“ er orðið „tröll-
konulík“ sem dansar á dauðastað sínum „í skógarrjóðrinu“, „í útihúsinu“, „í
skurðinum“, „í fjörunni“, „undir brúnni“, „á óplægðum akrinum“, „á svefn-
herbergisgólfinu“, „á botni slýmjúkrar tjarnarinnar“ og „í neðsta kjallara
bílastæðahússins“.
Menn skynja veröldina sem dans. Menn segja að öldurnar dansi.
Dýr fagna vorkomunni með dansi, fuglar dansa í tilhugalífinu.
Hreyfingin hjá mönnum og dýrum verður ákveðinn taktur eða
hljóm fall. Gleði barnsins og gleði frummannsins fær útrás í dansi.
Dansinn er trúarleg athöfn.22
Það sem var áður dautt iðar nú af lífi.23 Hér er ekki á ferðinni hin vana-
lega saga af konu sem ræður sjálfs sín ráðum og fær að kenna á vendinum
eða verri refsingum fyrir vikið líkt og tálkvendin sem storkuðu feðraveldinu,
heldur á þessi frásögn meira skylt við hringferð. Líf kviknar þar sem áður
var ekkert og því er fagnað í dansi. Meira að segja orðin sjálf dansa um á
blaðörkinni.
Steypt skilaboð
Gagnlegt er að gefa greinarmerkjasetningu gráspörva og ígulkerja gaum þar
sem ljóst er að hún skipar snaran þátt í merkingarvirkni ljóðsins. Hástafir
eru til að mynda hvergi notaðir en það má sjá vísi að þvílíku verklagi allt frá
22 Baldur Óskarsson, Stefnumót við Gunnar Dal: Samtal Baldurs Óskarssonar við Gunnar
Dal, Reykjavík: Iðnú, 1999, bls. 48.
23 Mikilvægt er þó að hafa í huga að dans í ljóðagerð er margbrotið viðfangsefni
sem á einnig sínar skuggalegu hliðar. Þar má nefna eitt lykilljóða 20. aldarinnar,
„Dauðafúgu“ Paul Celan þar sem dauði og dans fara saman á nokkuð öðrum
nótum. Heyrði maður það hljóma hér undir í lestrinum væri hætt við að verkið
fengi myrkari merkingu. Sjá t.d. erindi 1 og 2 „[…] Maðurinn inni leikur að snákum
skrifar / skrifar er rökkvar til Þýskalands hárið þitt gullna Margarete /skrifar það
gengur svo út og stjörnurnar glitra / blístrar á hundana sína blístrar fram júðana
sína lætur þá taka eina gröf / heimtar við hefjum nú dans […] Hrópar stingið dýpra
í svörðinn þið þarna syngið þið / hinir og leikið / þrífur til járnsins við beltið otar
því augun hans blá / rekið skóflurnar dýpra þið þarna dansið þið áfram hinir“. Paul
Celan, „Dauðafúga“, þýð. Gunnsteinn Ólafsson, Tímarit Máls og menningar 4/1993,
bls. 33–35, hér bls. 33 og 34.