Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 97
SIGRÚN MARGRéT GuðMuNDSDÓTTIR
110
á myndhverfðan hátt spennuna á milli hinsegin og gagnkynhneigðra sjónar-
miða. Kynferði er tengt leyniumdæmi galdra og erótíkur, gagnkynhneigð er
tengd fjölskyldulífi og kirkjusókn.24 Hún segir jafnframt að gotneskum frá-
sögnum sé lýst sem „hinsegin“ (e. queer), ekki aðeins vegna þess að þær vísi
til kynferðis- og kynverundar sem heyrir ekki undir gagnkynhneigð heldur
einnig á almennari hátt, með því að setja ýmist frávik kerfisbundið í for-
grunn sagnanna.25 Palmer telur að tilvera og saga samkynhneigðra markist
af feluleikjum rétt eins og gotneskar frásagnir. Ósýnileiki hinsegin fólks í
samfélagi sem byggir á gagnkynhneigðum viðmiðum er að hennar viti mik-
ilvægur þráður í hinsegin gotneskum skrifum og reimleikarnir sem birtast í
bókmenntum og kvikmyndum í samtímanum eru jafnan knúnir áfram af for-
tíðinni.26 Palmer byggir meðal annars á skrifum bókmenntafræðingsins Eve
Kosofsky Sedgwick sem hefur tengt hið gotneska hinsegin-hugmyndafræði
með því að greina leyndardóma skápsins í gotneskum frásögnum og ræðir
sérstaklega hversu mikilvægu hlutverki bókmenntagreinin gegni með tilliti
til sögu samkynhneigðar. Hún bendir á að á nítjándu öld hafi samkynhneigð
„verið sérstaklega skilgreind sem launung“.27 Hún nefnir til að mynda að
„hið gotneska hafi verið fyrsta skáldsagnarformið á Englandi sem tengdist
samkynhneigð karla á óvenju sýnilegan hátt“.28 Horace Walpole, William
24 Pauline Palmer, Queering the Contemporary Gothic Narrative 1970-2012, bls. 2.
25 Sama heimild, bls. 8.
26 Palmer hefur rannsakað hinsegin gotneskan skáldskap í samtímanum sérstaklega og
dregið fram sameiginlega eiginleika gotnesku stefnunnar og hinsegin fræða. Hún
bendir á að bókmenntir á borð við Jane Eyre eftir Charlotte Brontë og Dracula
Brams Stokers séu dæmi um frásagnir sem smíðaðar eru í kringum leyndarmálin.
Paulina Palmer, Queering the Contemporary Gothic Narrative 1970-2012, bls. 17.
Guðni Elísson hefur skrifað um undirliggjandi samkynhneigða þætti í Dracula
Stokers og kvikmyndaaðlögunum sögunnar og tengir hana innvenslum, „bannhelgi
[sem] er í sífellu rofin með því að ganga of nærri sjálfinu í vali á „maka““. Guðni
Elísson, „Samfarir, náfarir, hamfarir: Kynferði í Drakúlamyndum“, Heimur
kvikmyndanna, Reykjavík: Forlagið, 1999, bls. 737–756, hér bls. 752. Guðni bendir
á að blóð karlhetjanna í sögunni renni um æðar greifans og segir: „Drakúla sýgur
þá í gegnum Lucy sem fær í sífellu blóðgjafir frá þeim og segja má að hún verði
að eins konar sogröri sem gerir greifanum það kleift að ganga í blóð karlanna“. Í
vampíruhrollvekjum samtímans er samkynhneigðin ekki undir yfirborðinu, heldur
jafnvel sérstakt viðfangsefni slíkra kvikmynda og skáldsagna. Sama heimild, bls. 754.
27 Eve Kosofsky Sedgwick, Epistemology of the Closet, bls. 73. Tilvitnunin hljóðar svo á
ensku: „There had in fact developed one particular sexuality that was distinctively
defined as secrecy.“
28 Eve Kosofsky Sedgwick, Between Men: English Literature and Male Homosexual
Desire, Columbia: Columbia university Press, 1985, bls. 91.