Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 230
„TIlFInnInGaR ERU ElDSnEYTI FYRIR HUGmYnDIR“
227
á málþingi um verk Elísabetar.8 Síðari nóvellan ber þann skemmtilega titil
Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í húsinu (2005). Sögu-
maður í verkinu er afgreiðslumaður í byggingarvöruverslun sem stendur
ráðþrota frammi fyrir konu sem kemur í búðina til hans allt að því daglega
til að kaupa stálnagla, málningu og fleira sem hana vanhagar um. Hún er
að gera upp húsið sitt, pússa gólf og mála svefnherbergið. Reyndar er hún
„að sinna erindum fyrir guð. Hún er að gera upp húsið sitt samkvæmt fyrir-
mælum frá honum“.9 Vel má túlka þessa frásögn sem táknsögu um samband
höfundar og lesanda og þá mætti laga titilinn að táknlestrinum: Síðan þessi
kona varð skáld hefur hún verið til vandræða í bókmenntaheiminum. Færa mætti
rök fyrir slíkri túlkun því verk Elísabetar eru mörg hver ögrandi og fjalla um
viðkvæm málefni. Það kann að vera ástæða þess að minna hefur verið um
þau fjallað en efni standa til. Kona sem gerir upp húsið sitt samkvæmt fyrir-
mælum frá guði er tilvalin myndlíking fyrir skáldkonu sem byggir upp sinn
skáldskaparheim samkvæmt fyrirmælum frá sínum skáldskaparanda. Og af-
greiðslumaðurinn óttast hana því hún hefur meiri áhrif á hann en hann kærir
sig um og hann hefur verið varaður við henni. En hann dregst að konunni og
á einum stað líkir hann sjálfum sér við „lax sem hefði bitið á öngul og barðist
við að fá sig lausan“.10
Töfraheimurinn
Elísabet vísar endurtekið til þess að hún hafi skapað sér sinn eigin innri heim
sem er nokkurs konar hliðarheimur við „raunveruleikann“ og hún nefnir
hann stundum „töfraheiminn“ (184-187). Hún lýsir honum sem sínu eigin
„heimsveldi“ sem „var sjónhverfingabústaður. Það breyttist um leið og maður
steig þar inn fæti; það var gat, klaustur, lokað herbergi, sirkus, réttarsalur,
garður, vegur, gröf“ (77). Sem táknmynd er töfraheimurinn mjög flókinn því
hann má skilja hvort tveggja sem athvarf og fangelsi. Hann tengist erfiðri
reynslu bernskunnar og undir lok Heilræða lásasmiðsins segir: „ég er hrædd við
að fullorðnast og yfirgefa töfraheiminn því þarna úti er heimur sem ég hef
ekki búið til“ (187). Töfraheimurinn er því skjól fyrir raunveruleikanum en
eins og gefur að skilja er einnig fólgin hætta í því að loka raunveruleikann úti:
8 Hrund ólafsdóttir, „Ekkert pláss fyrir ást“, óbirt erindi flutt á málþinginu Elísabet
sextug, Gunnarshúsi, 22. apríl 2018.
9 Elísabet Kristín Jökulsdóttir, Síðan þessi kona varð trúuð hefur hún verið til vandræða í
húsinu, Reykjavík: Viti menn, 2005, bls. 7.
10 Sama rit, bls. 24.