Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 205
MARGRÉT GuðMunDSDóTTIR
202
fullum sjónþroska er náð. Barnið þarf enga beina kennslu eða leiðsögn, þetta
gerist af sjálfu sér ef umhverfi þess býður upp á eðlilegt sjónáreiti.7 Mark-
aldur vísar til þess að þessari hæfni eru takmörk sett í tíma, eftir að honum
lýkur, sem er misjafnt eftir því hvaða þættir sjónar eiga í hlut, dugir ekki
sjónáreiti til að manneskja læri að sjá, að minnsta kosti ekki jafn áreynslu-
laust og fullkomlega og annars væri. Bókarkaflinn um sjón mun ekki, að
minnsta kosti ekki af sjálfsdáðum, verða það meistarastykki sem lögð voru
drög að í upphafi.8
Mál
Kaflinn um mál virðist við fyrstu sýn enn fátæklegri við fæðingu. Þá er sjónin
vissulega takmörkuð, en hún er þó fyrir hendi. nýfætt barn segir hins vegar
alls ekki neitt þó að það sendi frá sér boð af ýmsu tagi. Samkvæmt tilgátunni
um algildismálfræði (e. universal grammar, einnig nefnd allsherjarmálfræði
á íslensku) er þó þá þegar ákveðin málfræðiþekking fyrir hendi, einhvers
konar meðfædd vitneskja um þau lögmál sem gilda um gerð tungumála.9
Ýmsar rannsóknir á skynjun ungbarna benda til að þau renni ekki blint í
sjóinn þegar máláreiti tekur að berast. Eins mánaðar gömul börn virðast til
dæmis gera greinarmun á lokhljóðunum [b] og [p] á sama hátt og fullorðnir.
Hljóðfræðilega felst munurinn í mislöngum aðröddunartíma (e. voice onset
time, VOT), þ.e. mislangur tími líður frá því lokun í munnholi rofnar þar til
raddböndin fara að titra. Með því að nota talgervil til að búa til hljóð með mis-
löngum aðröddunartíma má greina við hvaða lengd fullorðnir skynja skiptin
7 Sjá Donald Hoffman, Visual Intelligence, new York: W.W. norton, 1998, bls. 13.
8 Sjá Terri L. Lewis og Daphne Maurer, „Effects of Early Pattern Deprivation on
Visual Development“, bls. 640–646; nigel Daw, „Critical period“, Scholarpedia 4:
1/2009, 6572. [Ritrýnd alfræði á netinu, bein slóð: http://www.scholarpedia.org/
article/Critical_period.]; Torsten n. Wiesel og David H. Hubel, „Effects of visual
deprivation on morphology and physiology of cells in the cat’s lateral geniculate
body“, bls. 978–993.
9 Víða er fjallað um þetta, sjá t.d. noam Chomsky, Reflections on Language, London:
Temple Smith, 1976, bls. 29; noam Chomsky, Language and Problems of Knowledge:
The Managua Lectures, Cambridge: The MIT Press, 1988, bls. 61-62; Vivian J.
Cook, Chomsky’s Universal Grammar: An Introduction, Oxford: Basil Blackwell,
1988, bls. 1-2; Sigríður Sigurjónsdóttir, „Máltaka og setningafræði“, Setningar:
Handbók um setningafræði, ritstj. og aðalhöfundur Höskuldur Þráinsson, Reykjavík:
Almenna bókafélagið, 2005, bls. 636–655, hér bls. 636; Sigríður Sigurjónsdóttir,
„Máltaka barna og meðfæddur málhæfileiki“, Chomsky: Mál, sál og samfélag, ritstj.
Höskuldur Þráinsson og Matthew Whelpton, Reykjavík: Hugvísindastofnun og
Háskólaútgáfan, 2013, bls. 107-127.