Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 208
Á MIS VIð MÁLöRVun
205
náð.19 Mörgum spurningum er þó ósvarað um hvað nákvæmlega felst í þessu
fyrirbæri, markaldri fyrir máltöku.
Þegar borin eru saman skrif fræðimanna um markaldur sjónar og máls
birtist sláandi munur á þekkingu á þessum fyrirbærum. Miklu meira er
vitað um markaldur sjónar. Tvær skýringar á þessum þekkingarmun virð-
ast helst blasa við. Í fyrsta lagi geta þeir sem rannsaka sjón leyft sér að nota
tilraunadýr (eða þeir leyfa sér það að minnsta kosti), því að sjón þróaðra
dýra er um margt lík sjón manna. Þannig virðist ekki óvarlegt að ætla að
frá því Hubel og Wiesel hófu rannsóknir sínar á kettlingum um 1960 hafi
þúsundir katta, apa, músa, rotta og ugla verið sviptar möguleikanum til að
þróa sjón, eða kannað hve mikið þyrfti til svo sjónin þróaðist ekki eðlilega,
ýmist á öðru auga eða báðum. Þróun tungumáls er ekki hægt að prófa á
dýrum, maðurinn einn talar. Í annan stað er talsvert algengt að börn fái
ekki eðlilegt sjónáreiti, til dæmis vegna skýs á auga. Það segir nokkuð um
tíðni þessa meins að fyrir rúmum áratug var talið að 17 milljónir manna
væru blindar af völdum læknanlegs skýs á auga.20 Eðlilega hefur það hvatt
til mikilla rannsókna á því hve lengi og að hve miklu leyti hægt er að bæta
skaðann. Slíkar rannsóknir beinast því að markaldri og þá einkum efri
mörkum hans og endanleika – hvenær honum ljúki og hvaða hæfni sé þá
áfram fyrir hendi. Dæmin um að börn fái ekki máláreiti eru sem betur fer
mun færri. Þó er vitað um tugi barna frá síðustu öldum sem ólust ekki upp
meðal manna fyrstu árin eða sættu einangrun sem leiddi til lítillar sem
engrar málörvunar.21 Miklu fleiri börn hafa í gegnum tíðina alist upp án
móðurmáls vegna heyrnarleysis þar sem enginn sem þau umgekkst talaði
táknmál. Lengi vel þótti slíkt ekki fréttnæmt og því hafa slík börn ekki
19 Sjá Susan Curtiss, „Abnormal language acquisition and the modularity of language“,
Linguistics: The Cambridge survey, 2. bindi, Linguistic theory: Extensions and implications,
ritstj. F. newmeyer, Cambridge: Cambridge university Press, 1988, bls. 96–116,
hér bls. 101; Elissa newport, „Contrasting Conceptions of the Critical Period for
Language“, The Epigenesis of Mind, ritstj. Susan Carey og Rochel Gelman, new
Jersey: Lawrence Erlbaum Associates, 1991, bls. 111-130, hér einkum 116-123;
Elissa L. newport, „Maturational Constraints on Language Learning“, Cognitive
Science 14/1990, bls. 11-28, hér einkum bls. 19-21; Robert DeKeyser og Jenifer
Larson-Hall, „What does the critical period really mean“, Handbook of Bilingualism:
Psycholinguistic Approaches, ritstj. Judith F. Kroll og Annette M. B. de Groot, Oxford:
Oxford university Press, 2005, bls. 88-108.
20 Allen Foster og Serge Resnikoff, „The impact of Vision 2020 on global blindness“,
Eye 19/2005, bls. 1133–1135, hér bls. 1135.
21 Tina Brown, „Humankind’s Greatest Gift: On the Innateness of Language“,
Nebraska Anthropologist 13/1996, bls. 31–36, hér bls. 34-35.