Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 221
MARGRÉT GuðMunDSDóTTIR
218
lausir fái enga málörvun fyrr en á unglings- eða fullorðinsaldri. Hjá mjög
heyrnarskertri konu, Chelsea, sem fékk heyrnartæki rúmlega þrítug og var
þá mállaus, þ.e. hafði hvorki lært táknmál né raddmál, vantaði mikið upp á
að málfræðin væri eðlileg 10 árum síðar.80 Í dæmum sem höfð eru eftir henni
eru frávikin frá málfræðilega réttum setningum svo mikil að ekkert kerfi er
sýnilegt, sbr. til dæmis: „Daddy are be were to the work“.81 Það sama gilti
um spænskan unglingspilt sem fjórum árum eftir að hann fékk heyrnartæki
myndaði aðeins eina tveggja orða setningu.82 Þau virðast hafa misst af tæki-
færinu til að ná tökum á máli.
Fjölbreyttur bakgrunnur heyrnarlausra býður einnig upp á annars konar
samanburð, til dæmis við börn sem misst hafa heyrnina eftir að þau lærðu
raddmál og því lært táknmál sem annað mál. Þetta er mjög forvitnilegt í ljósi
þess annars vegar að rannsóknir á síðbúinni máltöku táknmáls virðast best
til þess fallnar að prófa kenningu Lennebergs um markaldur fyrir máltöku
og hins vegar að ótal rannsóknir hafa verið gerðar á máltöku annars máls
og niðurstöðurnar taldar framlag til umræðunnar um kenninguna. Á því er
sá hængur að ekki er ljóst að hve miklu leyti þeir sem kunna mál nota þá
færni til að læra annað mál. niðurstöður rannsóknar þar sem samanburður
af þessu tagi var gerður sýndu að þeir sem byrjuðu stálpaðir að læra táknmál
og höfðu áður lært raddmál náðu betri árangri en þeir sem byrjuðu mállausir
á sama aldri að læra táknmál.83 Þegar dregnar eru ályktanir af ólíkum árangri
fullorðins fólks og barna við að tileinka sér annað mál þarf einnig að hafa í
huga að mögulegt er að námið grundvallist ekki á sams konar aðferðum.84
Þessar rannsóknir á máltöku og máli heyrnarlausra draga ekki upp ein-
hlíta mynd. Ljóst er þó að hæfnin til að tileinka sér mál byrjar tiltölulega
fljótt að dala. Seinkun máltöku um aðeins 4-6 ár getur haft varanlegar af-
80 Susan Curtiss, „The development of human cerebral lateralization“, bls. 109; Susan
Curtiss, „Abnormal language acquisition and the modularity of language“, bls. 100;
Rachel I. Mayberry, „Early Language Acquisition and Adult Language Ability“, bls.
287.
81 Susan Curtiss, „Abnormal language acquisition and the modularity of language“,
bls. 99.
82 Rachel I. Mayberry, „Early Language Acquisition and Adult Language Ability“, bls.
287.
83 Rachel I. Mayberry, „First-Language Acquisition After Childhood Differs From
Second- Language Acquisition: The Case of American Sign Language“, Journal of
Speech and Hearing Research 36/1993, bls. 1258–1270; Rachel I. Mayberry, „Early
Language Acquisition and Adult Language Ability“, bls. 282-283.
84 Robert DeKeyser og Jenifer Larson-Hall, „What does the critical period really
mean“, bls. 101.