Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 295
BeRgLjóT SOFFÍa KRISTjÁNSDóTTIR
292
kennunum sem nú á við, ekki hugmyndir hans um ástæður þeirra.10 en hann
notaði líka gríska orðið coprolalia – grófmæli – um ókvæðisorð og bölv sem
ryðjast ósjálfrátt út úr fólki og það hefur fest í sessi sem læknisfræðilegt
heiti um fyrirbærið.11 en Tourette fylgja líka hljóðkækir svo ekki sé minnst á
orðakæki sem eru gjarna nefndir echolalia eða bergmálskækir – þegar menn
endurtaka orð annarra – og palilalia, sem felst í því að menn endurtaka eigin
orð og gæti því kallast tugga.12
Umræður um einkenni Tourette-röskunarinnar má rekja drýgstan hluta
19. aldar en þær urðu háværar undir lok hennar. Ýmsar spurningar brunnu
þá á mönnum, t.d. þær sem sneru að grófmælum: Var hægt að venja menn
af bölvi með því að þjálfa viljastyrk þeirra eða báru fúkyrði þeirra vitni um
ósiðlegt athæfi fyrri kynslóða sem kom fram í veikara taugakerfi? Mátti vera
að þráhyggja tengdist Tourette og hver voru tengslin milli Tourette og hys-
teríu? Um slíka hluti ræddu meðal annarra gilles de la Tourettes og læri-
faðir hans, Charcot, svo og læknarnir Magnan og guinon og voru síst á einu
máli um hvaðeina.13
Framan af 20. öld hurfu hugmyndir gilles de la Tourette í skuggann af
öðrum. Komu þar bæði til ný skrif lækna, þ.e. þeirra Meiges og Feindels
(1902) um arfgengi Tourette-röskunar – en þær féllu vel að ýmsum mann-
10 george gilles de la Tourette, „La maladie des tics convulsifs“, La semaine medi-
cale 19/1899, bls. 153–156. Howard I. Kushner, „History as a Medical Tool“, The
Lancet 371: 9612/2008, bls. 552–553.
11 Orðið coprolalia hefur verið þýtt sem „grófmæli eða dónatal“, svo og sem „soratal“,
sjá jóhann Heiðar jóhannsson, „Íðorðasafn 80: Tourette heilkenni“, Læknablaðið
8/1996, bls. 599 og Þórunn Þórsdóttir, „Á valdi líkama og hugar“: Helstu meðferð-
arúrræði Tourette heilkennis og hlutverk félagsráðgjafa [Ba-ritgerð.], Reykjavík:
Háskóli Íslands, 2014, bls. 9, sótt 1. janúar 2018 á https://skemman.is/handle/1946/
18020?locale=en. Á grísku merkir kopros ,mykja‘ eða ,skítur‘.
12 Harvey S. Singer, Constance Smith-Hicks og David Lieberman, „Tourette Synd-
rome“, Animal models of movement disorders, ritstj. Mark LeDoux, amsterdam og
víðar: elsevier/academic Press, 2005, bls. 431–440, hér bls. 431.
13 Sbr. Howard I. Kushner, „History as a Medical Tool”, bls. 552; Howard I. Kushner,
Claudio Luzatti og Stanley Finger „a Perplexing Document in the early History
of gilles de la Tourette Syndrome: Melotti’s Rendition of a “Lecture by Charcot”,
(Including a Complete Translation from the Italian with Commentary)“, Journal
of the History of the Neurosciences 1/1999, bls. 5–20, hér bls. 11 og 14; Howard I.
Kushner, A Cursing Brain: The Histories of Tourette Syndrome, bls. 27–28; Mary M.
Robertson og Dan Z. Reinstein, „Convulsive Tic Disorder: georges gilles de la
Tourette, guinon and grasset on the Phenomenology and Psychopathology of
gilles de la Tourette Syndrome“, Behavioural Neurology 1/1991, bls. 29–56, hér bls.
32 og Howard I. Kushner, „a brief history of Tourette syndrome“, Revista Brasileira
de Psiquiatria 2/2000, bls. 76–79, hér bls. 76.