Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 253
SOFFÍa aUðUR BIRGISDóTTIR
250
gagnrýnar á hefð og tungumál og finna nýjar leiðir; þær verði að fjarlægja
sig frá fyrirframgefnum mynstrum og sjálfsmyndum og kanna það sem hún
kallar ‚þriðja líkamann‘ sem er hvorki hið innra né ytra heldur rýmið þar á
milli.63 Þessi orð leiða hugann líka að Svövu Jakobsdóttur sem í greininni
„Reynsla og raunveruleiki“ velti fyrir sér stöðu kvenna í bókmenntahefð
karla, hvernig þær geti komist hjá því að fleyta „nánast viðstöðulaust áfram
hefðbundinni hugsun“.64 Til þess að komast undan þess háttar hefðbundinni
ánauð orðanna ákvað hún að umbylta orðunum, snúa út úr þeim og snúa
þeim út: ,,Við hina karlmannlegu bókmenntahefð segi ég: Gott og vel, ég
skal ræða við ykkur á grundvelli hins hlutlæga raunsæis en með mínum skil-
yrðum – innra borðið skal snúa út.“65 Tengja má þriðja líkama Cixous við
hin ‚ranghverfu‘ skrif Svövu Jakobsdóttur; Irma Erlingsdóttir lýsir skáldskap
Cixous einmitt sem skáldskap sem „fer út fyrir mörkin – sem flettir tungu-
málinu við“.66 Hélène Cixous og Svava Jakobsdóttir eru báðar að reyna að
finna sér útgönguleiðir út úr hefð sem karlar hafa markað.
Þótt föðursystir Elísabetar (Svava Jakobsdóttir) hefði átt að geta verið
henni fyrirmynd þegar hún hóf að skrifa stendur faðir hennar (Jökull Jak-
obsson) henni nær: „Ég hafði fengið ritvélina hans pabba í arf en afturganga
hans stóð yfir mér: Þú kannt ekkert á vélina“ (134). Í þessari mynd birt-
ist sálrænn ótti við skriftirnar, við að ryðjast inn á svið föðurins sem hafði
tungumálið á valdi sínu. Enda segir hún í framhaldinu: „Svona dæmdi ég og
ritskoðaði sjálfa mig“ (134). Elísabet veit að í tungumálinu er fólgið vald og
umbreytandi kraftur. Hún segir algea hafa viljað þagga niður í henni þegar
hún talaði í samförum og ályktar: „En auðvitað var hann að taka frá mér
tungumálið einsog karlmenn gera við konur og hafa gert svo lengi, þetta
flæði sem getur molað á þeim hausinn og fært okkur það á silfurfati“ (113).
Á sama hátt og Hélène Cixous og Svava Jakobsdóttir gerir Elísabet sér
vel grein fyrir ólíkri og ójafnri stöðu kvenna og karla innan bókmennta-
heimsins. að marka sér stað innan karllægs bókmenntaheims getur fylgt ótti
og angistarfull sjálfsgagnrýni. Hún lýsir því hvernig óttinn braust út í líkam-
legum einkennum þegar hún gaf út Fótboltasögur:
63 morag Shiach, Hélène Cixous. A Politics of Writing, bls. 25-26.
64 Svava Jakobsdóttir, „Reynsla og raunveruleiki. nokkrir þankar kvenrithöfundar“,
Konur skrifa til heiðurs Önnu Sigurðardóttur, ritstj. Valborg Bentsdóttir, Guðrún Gísla-
dóttir og Svanlaug Baldursdóttir, Reykjavík: Sögufélag, bls. 221-230, hér bls. 227.
65 Sama rit, bls. 228.
66 Irma Erlingsdóttir, „ó-orðið milli bókmennta og heimspeki“, Ritið, 3/2010, bls. 55-
72, hér bls. 64.