Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 299
BeRgLjóT SOFFÍa KRISTjÁNSDóTTIR
296
Sacks skýrir sjálfur orð hans nánar:
Bergmálstal frystir hljóðin; fangar tímann; varðveitir áreiti eins og
„aðskotahlut“ eða bergmál í huganum; heldur annarlegri tilvist alls
þess við, eins og ígræðlingi. Það er bara hljómur orðanna, „mel-
ódía“ þeirra eins og Bennett segir sem græða þau í huga hans; upp-
runi þeirra, merking og merkingartengsl skipta ekki máli.28
Schleifer leggur hins vegar út af orðum þeirra félaga með efnisgrein sem
kristallar vangaveltur hans:
Hljóðið, fryst eða fangað er uppspretta ljóðlistarinnar, rímsins, ljóð-
stafasetningarinnar, „melódíunnar“, jafnvel (eða kannski öðru frem-
ur) hinnar undarlegu tilfinningar fyrir ópersónuleika í nákomnustu
tilvísunum þess.29
„Gefn drepr fyrir mér glaumi“
en hvernig má nýta hugmyndir eins og þær sem ég hef nefnt til að auka
skilning á ljóðum? Á margvíslegan hátt held ég, ekki síst ef menn taka til við
að hugsa um tungumál og texta í tengslum við skynjun mannsins alla, geðs-
hræringar og tilfinningar. Þegar ég kynntist hugmyndum Schleifers fyrst
fyrir allmörgum árum var ég nýbúin að stinga nefinu niðrí doktorsritgerð
konu sem heitir anna Christine Soy Ribeiro.30 Hún notar m.a. kenningar
jerrolds Levinsons um hvernig vert sé að skilgreina list en hann setti hug-
myndir sínar upphaflega fram á áttunda áratugnum (1979) en gerði frekari
grein fyrir þeim tíu árum seinna (1989).31 Levinson lítur í sem stystu máli
svo á að listaverk sé hlutur sem í alvöru sé ætlast til að sé brugðist við sem
28 Sama rit, bls. 88–89. Á ensku hljóða orð Sacks svo: echolalia freezes sounds, arrests
time, preserves stimuli as “foreign bodies” or echoes in the mind, maintaining an
alien existence like implant. It is only the sound of the words, their “melody,” as
Bennett says, that implants them in his mind; their origins and meanings and asso-
ciations are irrelevant.
29 Ronald Schleifer, „The Poetics of Tourette Syndrome: Language, Neurobiology,
and Poetry“, bls. 567, leturbr. mín. enski textinn er svohljóðandi: Such frozen and
arrested sound is a resource for poetry, its rhymes, allitteration, its “melody,” even
(or especially) the odd sense of the impersonalness of its most intimate references.
30 anna Christina Soy Ribeiro, Memorable Moments: A Philosophy of Poetry [Doktorsrit-
gerð], Baltimore: University of Maryland, 2006.
31 jerrold Levinson, „Defining art Historically“, The British Journal of Aesthe-
tics 3/1979, bls. 232–250. Sami, „Refining art Historically“, The Journal of Aesthetics
and Art Criticism 1/1989, bls. 21–33.