Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 148
FRÁ SUðRI TIL NORðURS
161
og án þess að hún sé höfð með í ráðum.
Shaun Grech hefur fjallað um tengsl nýlendustefnu og fötlunar. Þó að
skrif hans fjalli um hið hnattræna suður má heimfæra margt í greiningu hans
upp á aðstæður Guðrúnar. Þannig bendir hann á að þrælasala hafi ýtt undir
staðlaða sýn á líkama nýlenduþegnsins; stórir, sterkir og vinnufærir menn
sem færðu húsbændum sínum fjárhagslegan ávinning voru eftirsóknarverðir.
Þeir sem ekki uppfylltu skilyrðin voru minna virði og fengu lægri stöðu í
þeirri stigskipun sem valdakerfi nýlenduherrans byggði á. Mismunarbreytur
eins og kyn, fötlun og kynþáttur gáfu tilefni til aðgreiningar, jaðarsetningar
og jafnvel útilokunar.55 Nálgun Grechs má tengja við samtvinnun eða skörun
(e. intersectionality), hugtak sem á rætur að rekja til baráttu svarta femíníska
lögfræðingsins kimberlé Crenshaw fyrir réttindum svartra kvenna.56 Hug-
takið hefur náð mikilli útbreiðslu undanfarna áratugi og verið notað m.a. í
fötlunarfræðum, kynjafræðum og lögfræði. kynjafræðingurinn Þorgerður
H. Þorvaldsdóttir hefur skilgreint hugtakið á íslensku með eftirfarandi hætti:
Samtvinnun hefur verið notuð sem kenning og aðferðafræði til þess
að skoða hvernig félags- og menningarbundin valdamismunun,
sem verður til í kringum stofnanabundnar og/eða félagsmótaðar
breytur byggðar á kyngvervi, þjóðerni, kynþætti, stétt, kynhneigð,
fötlun, heilsu, aldri, stétt, trúarbrögðum, búsetu o.s.frv. samtvinn-
ast og móta hver aðra, og skapa þar með ný form af félagslegum
ójöfnuði og mismuni.57
Þegar við skoðum Guðrúnu með augum Jóhannesar, sem tilheyrir yfir-
stéttinni, sjáum við að stúlkan hefur margháttaða jaðarstöðu í samfélaginu,
þannig tvinnast saman stéttarstaða hennar, kynferði og fötlun. Hún er „mál-
laus vinnukona“ og að auki ógift. Þegar í ljós kemur að hún gengur með
55 Shaun Grech, „Decolonising Eurocentric disability studies: why colonialism
matters in the disability and global South debate“, Social Identities 21: 1/2015, bls.
6-21, hér bls. 10-11. Nirmala Erevelles og Andrea Minear fjalla líka um náin tengsl
mismunarbreytanna kynþáttar og fötlunar í greininni: „Unspeakable Offenses:
Untangling Race and Disability in Discourses of Intersectionality“, Journal of
Literary & Cultural Disability Studies 4: 2/2010, bls. 127-145.
56 Þorgerður H. Þorvaldsdóttir: „„Því miður eruð þér ekki á kjörskrá.“ Samtvinnun
sem greiningartæki í sagnfræði“, Saga: Tímarit Sögufélags 55: 1/2017, bls. 74-112,
hér bls. 78-79.
57 Sama, bls. 80. Samtvinnun er líka lykilhugtak í grein sagnfræðingsins Írisar
Ellenberger, „Lesbía verður til: Félagið Íslensk-lesbíska og skörun kynhneigðar og
kyngervis í réttindabaráttu á níunda áratug 20. aldar“, Saga: Tímarit Sögufélags 54:
2/2016, bls. 7-53.