Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 209
MARGRÉT GuðMunDSDóTTIR
206
komist á spjöld sögunnar. Á seinni árum hafa málfræðingar hins vegar
rannsakað síðbúna máltöku þeirra. Hér á eftir fer umfjöllun um hvað mál-
taka hjá þessum tveimur hópum getur og hefur kennt fræðimönnum um
markaldur.
Amala og Kamala
Þó að sagan segi frá mörgum börnum sem fóru á mis við uppvöxt meðal
manna og höfðu því ekki mál á valdi sínu þegar þau fundust eru upplýs-
ingarnar ekki alltaf nákvæmar eða áreiðanlegar. Þannig hefur vitnisburður
séra Singhs, sem hafði í sinni umsjá tvær stúlkur sem fundust á Indlandi
árið 1920, verið dreginn í efa, ekki síst um að þær hafi dvalist meðal úlfa og
borið þess ýmis merki í hegðun og útliti.22 Stúlkurnar, Amala og Kamala,
voru að mati Singhs eins og hálfs árs og átta ára þegar þær fundust. Sú yngri
lést innan árs en Kamala lifði í níu ár. Hún tók að sögn hægum en tals-
verðum framförum andlega og líkamlega og kunni undir lokin um 50 orð
og hafði myndað tveggja orða setningar.23 Þó að þetta hljómi ekki endilega
ósennilega er annað í lýsingunum með nokkrum ólíkindum. Bruno Bettel-
heim leiddi raunar líkur að því að þroskaskerðing skýrði að hluta ástand
stúlkunnar.24 Ályktunin sem dregin verður af sögu hennar er því í stuttu máli
sú að sé yfir höfuð greint satt og rétt frá hafi mikið vantað upp á að Kamala
tileinkaði sér tungumál, en ekki sé hægt að segja til um ástæður þess.
Villimaðurinn frá Aveyron
nákvæmar lýsingar eru einnig til á frönskum dreng sem komst undir manna-
hendur fyrir fullt og fast um aldamótin 1800, en hafði þá áður náðst tvisvar
en sloppið aftur í bæði skiptin. Hann var talinn tólf til þrettán ára25 og bar
skýr merki þess að hafa lengi verið fjarri mönnum – að mati samtíðarmanna
22 Sjá Ashley M.F. Montagu, „Asia and Africa“, ritdómur um Wolf Children and Feral
Man eftir J.A.L. Singh og Robert M. Zingg [útg. 1942], American Anthropologist 45:
3/1943, bls. 468–472; Bruno Bettelheim, „Feral Children and Autistic Children“,
American Journal of Sociology 64: 5/1959, bls. 455–467.
23 Tina Brown, „Humankind’s Greatest Gift: On the Innateness of Language“, bls. 34.
24 Sjá Bruno Bettelheim, „Feral Children and Autistic Children“.
25 Harlan Lane, The Wild Boy of Aveyron, Cambridge: Harvard university Press, 1976,
bls. 33.