Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 264
ÁHRIF SIðBóTARInnAR Á ÍSLAnDI
261
siðaskiptum hafi Íslendingar og aðrar norðurlandaþjóðir einangrast frá evr-
ópskri samtímamenningu og orðið að „[…] skrýtilegri saxneskri afdalaþjóð
um aldur og ævi.“22 Þessi túlkun hefur einnig verið kennd við afmenningar-
þróun og talin fylgifiskur þjóðernispólitískra sjónarmiða við söguritun.23 Sú
tenging á þó ekki endilega við um Laxness. Á grundvelli viðhorfsins hafa svo
verið settar fram hrun-kenningar af ýmsu tagi.24 Má líta svo á að Aldasöngs-
syndrómið sé hluti af þeirri „goðsögn“ að Íslendingar hafi lifað sérstakan
niðurlægingartíma einkum á tímabilinu 1400–1800 sem Axel Kristinsson
hefur nýverið gagnrýnt í ritinu Hnignun, hvaða hnignun?25
Önnur hlið á mati Halldórs Laxness á lútherskum áhrifum kom þó fram
í að hann taldi Lúther a.m.k. sem rithöfund því nær óþekktan hér eins og
fram kemur í Atómstöðinni. Þar spyr organistinn norðanstúlkuna Uglu hvaða
trú eigi að boða í kirkju föður hennar, stóðbóndans Fals í Eystridal. Stúlkan
svarar: „Og ég held nú sosum ekki neitt merkilega trú, […] ætli það verði
ekki þessi sama gamla lúterstrú.“26 Viðbrögð organistans verða sterk:
sem taldi kirkjulega myndlist hafa beðið mikið afhroð á siðaskiptatímanum. Hann
benti samt á að annar lútherski biskupinn í Skálholti, Marteinn Einarsson (d. 1576),
var menntaður listmálari og síðar hafi t.d. Hjalti Þorsteinsson (1665–1754) prestur
í Vatnsfirði haldið uppi merkinu. Á 17. og 18. öld telur hann svo hagræna og félags-
lega þætti hafa komið í veg fyrir endurvakningu listarinnar eftir „myndfælni siða-
skiptatímans“. Björn Th. Björnsson, Íslenzk myndlist á 19. og 20. öld: Drög að sögulegu
yfirliti I, Reykjavík: Helgafell, 1964, bls. 7, 8. Benda má á að eftir að Marteinn
sagði af sér embætti 1556 lagði hann áfram einhverja stund á málaralist og skreytti
kirkjuna á Álftanesi á Mýrum eins og enn sást á síðari hluta 17. aldar. Páll Eggert
ólason, Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi II, Reykjavík: Bókaverslun
Guðm. Gamalíelssonar, 1922, bls. 457.
22 Halldór Laxness, „Skírteini í bændafélagi“, Skáldatími, 2. útg. Reykjavík: Vaka-
Helgafell, 1991, bls. 7–19, hér bls. 8.
23 Gunnar Karlsson, „Ritdómur: Áhrif Lúthers: Siðaskipti, samfélag og menning í 500
ár“, Saga LVI: 1/2018, bls. 213–217, hér bls. 214–215. Þegar þjóðernislegu sögu-
rituninni lauk hafði viðhorfið fest sig í sessi og heldur enn velli sem algeng staðal-
mynd af þróuninni á siðaskiptatímanum.
24 Sú hrun-kenning sem helst hefur verið tekist á um upp á síðkastið lýtur að því hvort
hrun hafi orðið á sviði fátækraframfærslu við lokun íslensku klaustranna (sjá síðari
grein). Hana má t.d. greina í Vilborg Auður Ísleifsdóttir, „nokkrar umþenkingar
um kirkjuordinansíu Kristjáns III.“, Saga biskupsstólanna: Skálholt 950 ára — 2006 —
Hólar 900 ára, aðalritstj. Gunnar Kristjánsson, án útgst.: Bókaútgáfan Hólar, 2006,
bls. 517–545, hér bls. 545.
25 Axel Kristinsson, Hnignun, hvaða hnignun? Goðsögnin um niðurlægingartímabilið í sögu
Íslands, Reykjavík: Sögufélag, 2018.
26 Halldór Laxness, Atómstöðin, 3. útg. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 1987, bls. 20 (1. útg.
1948).