Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 304
„YFRIN TóL / FÚTÚR góL“
301
upphátt eins og annan kveðskap! – og þess vegna er vert að huga að henni
sérstaklega. Samhengið er í sem stystu máli lykilatriði hverju sinni.
ónefnt er þá að endurtekning er oft nátengd draumum – og draugum –
þannig að einhverjir kynnu að vilja huga að yfirskilvitlegum (e. paranormal)
þáttum. en ég sé ekki ástæðu til þess. Í grein árið 2001 setti sálfræðingurinn
g. William Domhoff fram nýja taugavitsmuna-kenningu (e. neurocognitive
theory) um drauma og fylgdi henni eftir með bók árið 2017.45 Domhoff er
í stuttu máli þeirrar skoðunar að draumar séu þróunarsöguleg vitsmunaút-
færsla sem ráðist af sérstöku neti framheilaformgerða. Útkoman úr þessu
tauganeti telur hann að stýrist annars vegar af samfellulögmáli (e. continuity
principle) sem tengist einkaáhyggjum (e. personal concerns) hér og nú; hins
vegar af endurtekningarlögmáli sem eigi sér rætur í liðinni tilfinningavirkni
einstaklingsins.46 Þar með væru hugsanlegar geðshræringar og tilfinningar
sögupersónunnar gísla Súrssonar, þegar hann rifjar upp í vísunni góðu and-
styggilegan næturdraum sinn, endurtekning á endurtekningu eða hvað?
Ég hef oft vitnað til þeirra orða sálfræðingsins Keiths Oatleys að tilfinn-
ingin (e. emotion) sé skáldskapnum það sem sannleikurinn er vísindunum
– og þau eiga við hér sem oftar.47 Kjarni málsins er auðvitað sá að góð ljóð-
skáld á hverjum tíma telja ekki atkvæði, eða kveður; þau hafa tiltekin brag-
mynstur í blóðinu en jafnframt tilfinningu fyrir því hvað hrífur og hvenær og
hvernig má víkja frá mynstrinu. Seinni tíma menn hafa ekki aðgang að þeirri
tilfinningu en gera engu að síður gjarna kröfu um að mynstrinu sé fylgt í
hvívetna. Og það er sennilega ekki ýkja skynsamlegt. en hver lesandi leggur
að sönnu sitt til merkingar á tilteknum kveðskap, þar með bæði þekkingu
sína, reynslu og afstöðu til bragforms – þannig að skoðanir á kveðskapnum
hljóta að vera skiptar.
„galdramaður ær / með trítilóðar tær“
Nú víkur sögunni aftur til Dags Sigurðarsonar. Hvernig færi ég að ef ég
vildi kenna á 21. öld ljóð hans sem ég vísaði til við upphaf þessarar greinar?
45 g. William Domhoff, „a New Neurocognitive Theory of Dreams”, Dreaming
1/2001, bls. 13–33; sami, The Emergence of Dreaming: Mind-Wandering, Embodied
Simulation, and the Default Network, New York: Oxford University Press, 2017.
46 g. William Domhoff, „a New Neurocognitive Theory of Dreams”, bls. 13.
47 Keith Oatley, „emotions and the Story World of Fiction”, Narrative Impact: Social
and Cognitive Foundations, ritstj. Melanie C. green o.fl., Mahwah, Nj: Lawrence
erlbaum, 2002, bls. 39–70, hér bls. 39.