Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 283
HJALTI HUGASOn
280
biskupsstóla, klaustur, prestsetur, sóknarkirkjur og sálu- eða kristsbú. Allar
þessar stofnanir voru svo rekstrarlega séð veittar rekstraraðilum — bisk-
upum, ábótum, prestum, kirkjubændum o. fl. — að léni. Sama máli gegndi
um klaustrin eftir siðaskipti er þau voru veitt klausturhöldurum að léni sem
síðan launuðu prest og djákna (sjá framar) og stóðu undir öðrum kvöðum
sem á klaustrunum gátu hvílt. Auk þessa var fjöldi kirkna bændakirkjur allt
fram undir 1900 og var þá fjárhagur þeirra og jarðeigendanna samofinn.
Oft er rætt um að konungur hafi gert eigur kirkjunnar upptækar í stórum
stíl á siðaskiptatímanum.99 Hefur eignarnámið verið talið hafa skaðað sam-
félagið stórlega vegna þess að konungur hafi tekið eignirnar undir sig og
afrakstur þeirra streymt úr landi. Hugmyndir í þessa veru eru fyrirferðar-
miklar í því túlkunarviðhorfi sem hér er nefnt Aldasöngs-syndrómið. Lengst
hefur líklega verið gengið í þessa átt í umræðu um aðskilnað ríkis og kirkju
beggja vegna aldamótanna 1900. Þá fullyrti t.d. greinarhöfundur sem kall-
aði sig „L“ og var líklega skammstöfun Lárusar H. Bjarnason (1866–1934)
sýslu- og alþingismanns og síðar forstöðumanns Lagaskólans o. fl., að kon-
ungur hefði tekið allar kirkjueignir eignarnámi á siðaskiptatímanum.100 Þessi
túlkun er þó hæpin. Svona aðgerð hefði enda kippt grunninum undan rekstri
fyrrnefndra kirkjustofnana sem allar nema klaustrin héldu áfram starfi sínu
og líka valdið tekjuskerðingu klerkanna. Engar heimildir benda heldur til að
slíkt allsherjar eignarnám hafi átt sér stað. Þá hefur ríkisvaldið aldrei haldið
þessari skoðun fram þegar á hefur reynt.101
Klaustureignirnar voru vissulega gerðar upptækar við siðaskipti. Þá var
það yfirlýst stefna við siðaskipti að setja ætti biskupsembættinu skorður bæði
í kirkjulegu og efnahagslegu tilliti. Í stað þess að vera alvaldir kirkjuleiðtogar
99 Árni Daníel Júlíusson, Jarðeignir kirkjunnar og tekjur af þeim 1000–1550, Reykjavík:
Center for Agrarian Historical Dynamics, 2014, bls. 244–246. Sjá og Viðar Hreins-
son, Jón lærði, bls. 22. Á þessu sjónarmiði örlar einnig í nýju riti Axels Kristinssonar
sem að öðru leyti verður tæpast tengt við Aldasöngs-syndrómið. Sjá Axel Kristins-
son, Hnignun, hvaða hnignun?, bls. 94–95.
100 L., „Kirkjueignir“, Þjóðviljinn 23. árg., 31. tbl., 1909, bls. 121.
101 Hefði þetta verið viðtekinn skilningur hefði hið opinbera átt að bera hann fyrir sig
1907 þegar ríkið gekkst í ábyrgð fyrir launum presta með lögum nr. 46/1907 sem og
1997/1998 er gert var samkomulag um fjárframlög og launagreiðslur til starfsmanna
þjóðkirkjunnar gegn afhendingu kirkjujarða, svokallað kirkjujarðasamkomulag.
Samningur íslenska ríkisins og þjóðkirkjunnar um fjárframlög 4. 9. 1998 og Sam-
komulag um kirkjujarðir og launagreiðslur presta og starfsmanna þjóðkirkjunnar 10.
1. 1997, stjornarradid.is, sótt 2. apríl 2019 af https://www.stjornarradid.is/verkefni/
allar-frettir/frett/1998/09/04/Biskup-Islands-kirkjumalaradherra-og-fjarmalarad-
herra-undirrita-samning-um-fjarhagsleg-samskipti-rikis-og-kirkju/.