Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 98
„HANN ER BARA Á VONDuM STAð“
111
Beckford, Matthew Lewis, Byron lávarður og Oscar Wilde eru fáeinir af
löngum lista virtra gotneskra höfunda sem voru samkynhneigðir eða tví-
kynhneigðir, ýmist leynt eða ljóst — að minnsta kosti var kynhneigð þeirra
talsvert til umræðu.29 Það sem ekki er hægt að yrða er eitt af skýrustu ein-
kennum gotnesku stefnunnar, að viti Sedgwick. Leyndina má rekja aftur í
gyðingdóm og kristni, þar sem kynferðislegt samband á milli tveggja karla
var „ónefnanlegt“ (e. unnamable) eða „ósegjanlegt“ (e. unspeakable). Nafn-
leysið birtist svo aftur í yfirlýsingu Oscars Wilde: „ég er ástin sem ekki má
nefna á nafn.“30
Frásagnir um reimleikahús hverfast einna helst um kunnugleg leyndar-
mál, sérstaklega þau sem bannað er að ræða; enda eru þemu sem tengjast
samkynhneigð gjarnan innbyggð í þau.31 Húsið í The Yellow Wallpaper eftir
Charlotte Perkins Gilman frá árinu 1892 er „hinsegin“ (e. „queer“) sem
má lesa sem speglun kynhvatar aðalpersónu sögunnar.32 Í Hæðarhúsinu í
kvikmyndinni The Haunting (Robert Wise, 1963) eru „öll hlutföll svolítið á
skjön, það er ekki rétt horn í öllu húsinu“.33 Þá er látið að því liggja að Theo-
dora í skáldsögunni sem kvikmynd Wise byggir á, The Haunting of Hill House
eftir Shirley Jackson, sé lesbía. Persóna með sama nafni er reyndar ekki inni
í neinum skáp í samnefndum sjónvarpsþáttum sem voru frumsýndir árið
2018. Það gæti verið til marks um breyttar áherslur í persónusköpun og
samkynhneigðum samböndum á skjánum á 21. öld, á borð við þær sem birt-
29 Sjá t.d. Steven Bruhm, „Picture This: Stephen Kings Queer Gothic“, A New
Companion to the Gothic, ritstj. David Punter, England: Blackwell Publishing,
2012, bls. 470; George E. Haggerty, „Literature and Homo-sexuality in the Late
Eighteenth Century: Walpole, Beckford and Lewis“, Homosexual Themes in Literary
Studies, ritstj. W. R. Dynes og S. Donaldson, New York: Garland, 1992, bls. 341–52;
og Eve Kosofsky Sedgwick, Between Men: English Literature and Male Homosocial
Desire, [mobi], Columbia: Columbia university Press, 2015, loc. 2015–2140.
30 Eve Kosofsky Sedgwick, Between Men: English Literature and Male Homosocial Desire
[mobi], loc. 2140. Tilvitnunin er þannig á ensku: „I am the love that dares not speak
it’s name“..
31 Paulina Palmer, Queering the Contemporary Gothic Narrative 1970-2012, bls. 41.
32 Charlotte Perkins Gilman, The Yellow Wallpaper, sótt 7. mars 2019 af http://www.
gutenberg.org/files/1952/1952-h/1952-h.htm. um hinseginþemu í sögunni má
lesa í grein Jonathan Crewe, „Queering the Yellow Wallpaper? Charlotte Perkins
Gilman and the Politics of Form“, Tulsa Studies in Women’s Literature, 14: 2/1995,
bls. 273–293, sótt 19. maí 2019 af DOI: 10.2307/463900.
33 The Haunting, leikstj. Robert Wise, Argyle Enterprises, 1963. Tilvitnunin er þannig
á ensku: „all the angles are slightly off, there isn’t a square corner in this place“. Lesa
má orðið square sem andstæðu orðsins queer í þessu samhengi.