Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2019, Blaðsíða 251
SOFFÍa aUðUR BIRGISDóTTIR
248
rödd mín,
sem hefur sofið í líkamanum.
Hún kemur úr beinum mínum,
vöðvum, taugum og innyflum,
rödd úr eldgömlu myrkri,
rödd úr ókomnu ljósi.
Hugsa sér. Rödd,
hún kemur úr frumunum,
úr hverri einustu frumu
hvíslandi,
þróttmikil,
segjandi:
Ég er til.
Viltu hafa hljóð.
Hljóð.
Og gefa það frá þér.56
Það má reyndar sjá ýmsa fleiri snertifleti í skrifum Hélène Cixous og Elísa-
betar Kristínar Jökulsdóttur, hugsun þeirra um konur og heiminn er í mörgu
sambærileg og báðar leita á mið goðsagna, drauma og sálgreiningar í tilraun
sinni til að skilja og túlka sjálfið og veruleikann. líkt og Elísabet segir Cixous
skrif sín eiga rætur í bernsku og tengir þau sérstaklega dauða föður síns57 og
líkt og Elísabet fjallar Cixous um skömmina sem tengist bæði líkamanum og
skrifunum. Cixous hvetur konur til að varpa skömminni fyrir róða, skrifa og
nota líkama sinn sem uppsprettu merkingar.58 Hún talar einnig um óttann
við nautnir líkamans sem karlmenn hafi lagt eignarhald á og notar í því sam-
bandi myndmál „nýlendukúgunar“ líkt og Elísabet.59 Cixous hvetur konur
til að brjóta niður múra og óhlýðnast: „Innimúraðar, þessar litlu stúlkur með
56 Sjáðu, sjáðu mig, bls. 46-47.
57 Hélène Cixous, „Coming to Writing“, „Coming to Writing“ and Other Essays, ritstj.
Deborah Jenson, Cambridge og london: Harward University Press, 1991, bls.
1-58, hér bls. 19-20 og morag Shiach, Hélène Cixous. A Politics of Writing, london:
Routledge, 1991, bls. 24-26.
58 Hélène Cixous, „The laugh of the medusa“, bls. 876-877.
59 Hélène Cixous og Catherine Clement, The Newly Born Woman, bls. 68.